Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 37

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 37
KIRKJURITID 31 hvaða landi seni er, livert sem skipula}tið er eða stjórnmála- stefna valdhafanna. Það, sem ég liér á við, er hitt, að andstaða við ríkisstjórnina sé látin ráða úrslitum um atriði, sem frá sjónarmiði flóttamannsins eru óskyld og annars eðlis en stjórn- málin. Ég lieyrði mann einn skýra frá því, að sonur hans vildi laera læknisfræði, en fengi ekki skólavist, vegna þess að rektor skólans teldi hann óæskilegan nemanda af stjórnmálaástæð- um. Hann lagði fram skriflegt vottorð, undirritað af rektorn- um og með stimpli skólans. Ekki hafði á neinn hátt verið kvartað yfir hegðun piltsins eða frammistöðu hans við námið sjálft. Þetta vildi livorki stúdentinn né fjölskylda hans sætta sig við, og því vildu þau komast þangað, sem ungi maðurinn gæti fengið fullt leyfi til að leggja stund á læknisvísindin, án tillits til stjórnmálaskoðana sinna. Fleiri svipuð dæmi voru mér sögð. Ég spurði um, hvað hæri á milli í kirkjumálunum. Upp- lýsingarnar voru í sem fæstum orðum á þessa leið: Kirkjan liefur fullt leyfi til að starfa. Trúarbragðafrelsi er ákveðið í stjórnarskrá Austur-Þýzkalands. Engum er bannað að láta skíra og ferma börn sín eða láta þau ganga í sunnudagaskóla kirkj- unnar. ICristindómsfræðsla er í skólum, en þó þannig, að 2 klst. verða að líða frá því að börnin fara heim úr skólanum, og þangað til þau börn eiga að koma aftur, sem vilja leggja stund á kristin fræði. Það er annars staðar sem skórinn kreppir, heldur en þar, að blátt bann sé lagt við kristinni predikun eða kristinni trúariðkun. Mjög sterkur og eindreginn áróður er- hafður frammi í þá átt að fá börn og unglinga til að taka þátt í pólitískum æskulýðsfélögum og gangast undir hina svo- nefndu „Jugendweihe“, ungmennavígslu, sem er eins konar borgaraleg ferming. Það er ekkert launungamál, að henni er stefnt gegn liinni kirkjulegu fermingu, og hin pólitíska stefna er gerð að grundvelli lífsskoðunarinnar, eins og um trúar- brögð væri að ræða. Þunginn er svo mikill, að því er mér var sagt, að þau börn, sem ekki eru meðlimir þessarrar hreyfingar, verða fyrir aðkasti og ofsóknum bæði af hálfu skólasystkina sinna og kennara. „Hún hefur margt tárið fellt af þessum sökum“, sagði maður einn við mig, og benti mér á dóttur sína, 15 eða 16 ára gamla. Ég spurði, hvort ekki væru nein tiik á því fvrir unglinga að vera

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.