Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 27 vandi á höndum, er þeir eiga að taka við öllum þessum sæg landa sinna austan að, greiða fyrir þeim, útvega þeim at- vinnu og hjálpa þeim til að grundvalla framtíð sína í nýju unthverfi. — Fyrst er flóttafólkinu veitt viðtaka í flóttamanna- búðum, eins og þeim, sem ég sá í Gieszen. Þar fara fram rétt- arhöld yfir hverjum einstaklingi fyrir sig. Þar leggja menn fram skjöl sín og skilríki, eftir því sem unnt er, og gera grein fyrir ástæðunni fvrir því, að þeir tóku sig upp að heiman. Engir eru sendir aftur, nema í fyrsta lagi afbrotamenn, í öðru !agi menn, sem hlaupa frá heimilum sínum, konum og börn- um, án þess að vera í hættu staddir sjálfir, og loks opinberir starfsmenn kommúnistaflokksins. — Aftur á móti fá póli- tískir flóttamenn landsvist,. Sé einhver vafi á því, að menn hafi haft góðar og gildar ástæður til flutningsins, eða eitt- hvað annað er athugavert, þá fá þeir vist í flóttamannabúð- um, sem komið hefur verið upp á nokkrum stöðum í landinu. 1 slíkar búðir hef ég ekki komið, en af annarra frásögn dreg eg þá ályktun, að þar sé ekkert sældarlíf, þrengsli mikil og húsakynni engan veginn fullnægjandi. Fvrir nokkrum árum hirtist í Kirkjuritinu stutt grein eftir norskan guðfræðistúd- ent, sem þar hafði unnið, sem sjálfboðaliði. — I slíkum búð- um hafa bæði einstaklingar og fjölskyldur búið, jafnvel árum saman, og er það biðin sjálf, sem því verður mesta kvölin. Ég minnist á þetta hér, svo að menn sjái, að ríkisstjórn og valdhafar Vestur-Þýzkalands gera sér að minnsta kosti far um að draga úr flóttamannastraumnum með því að hafa nokkurt eftirlit með því, að menn hafi fulla ástæðu til að flýja land eða héröð, sem þeir áður bjuggu í. — Þegar dóm- stóll hefur úrskurðar, að maður skuli fá landvist, er honum vísað til einhvers sérstaks lands innan Sambandslýðveldisins, og eru vinnumiðlunarskrifstofur settar á stofn til að útvega þeim vinnu. Er þá jafnan farið sem mest eftir óskum mann- anna sjálfra, en hó er skift milli landanna eftir ákveðnu hlut- falli, til þess að ekki sé hætta á, að allir ryðjist inn í sömu borgir eða bvggðarlög. I þessu starfi nýtur sín all-vel hin kunna skipulagsgáfa Þjóðverja. Nú vík ég aftur til þess, er frá var horfið', þegar ég kom inn í flóttamannabúðirnar í Gieszen einn kaldan góðviðrisdag í apríl vorið 1960. Fyrst fór ég til prestsins, sem þar starfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.