Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 26
20
KIRKJURITIÐ
móts við Blöndu — jökulfljótinu, aðeins fáa faðma eftir að
þær koma saman. Ef smáþjóðin ætlar að lifa sjálfstæðu lífi,
verður hún að halda sínum farvejji allt til sævar — ef svo má
að orði kveða.
Ég legg ekki fæð á neinn, né tel mig þess umkominn að velja
honum liæðiyrði, þótt liann muni í herútvarp á erlendu máli.
En ég lield enn að það sé skammsýni en ekki langsýni, með
íslenzka þjóðmenningu í huga að krefjast slíks stundargamans,
— en bíða ekki eftir því að vér björgum oss sjálfir í því máli
sem öðruin. Líka nokkuð af öðrum anda — ekki eins stórmann-
legt — og þegar Hannes Hafstein yrkir um storminn og alda-
mótaljóð sín.
Öfgar
Hátíðir — einkum lielgar hátíðar — eru líkar viðkvæmu
blómi. Þeim er ekki áskapaður langur aldur og þess verður
vel að gæta að misbjóða þeim ekki; ætla þeim ekki annað en
þeim er ákvarðað, né fara um þær óskilningsríkum liöndum.
Annars fer ilmur þeirra út í veður og vind, sú angan, sem vel má
endast ævilangt, ef henni er réttilega fagnað. Aðfangadags-
kvöldið kom um aldirnar eins og skyndigestur — Ijósengill
með fangið fullt af birtu og fögnuði. Það átti allt annan brag
en öll önnur kvöld ársins -— lnitíðleiki þess og lielgi sérstæð
— og þá einu nótt logaði Ijós í bæjunum unz aftur hirti af
nýjum degi. Að vísu var nokkur undirbúningur undir jólin
hjá ungum og gömlum -— en þó tillilökkunin mest. Umskiptin
líka ótrúlega mikil, þegar allt í einu klukkan sex var orðið
Iieilagt. Margir hafa lýst því. Ýmsir benda nú réttilega á að
jólaliald vort er komið iit í svo miklar öfgar og ógöngur, að
jólin eru að kafna í umbúðunum og snúast upp í liálfgerðan
leiða vegna alls umstangsins. Þau eru farin að standa allt að
því mánuð. Strax í byrjun desember hefjast jólaskreyt-
ingar í borginni og kaupstöðunum, jólaljós eru tendruð, jóla-
veizlur og jólaskemmtanir: svokölluð „litlu jól“ haldin á
lieimilum og í skólunum. En að baki þessu býr ekki raun-
verulega fögnuður yfir fæðingu frelsarans, lieldur kaupskap-
ur og skemmtanafíkn. Hvort tveggja getur út af fyrir sig átt