Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 38
32 KIRKJURITIÐ bæði í æskulýðsfélafii kommúnista og í kirkjunni. Mér var svarað, að í Austur-Þýzkalandi væri örðugt að samríma þetta sökum þessa áróðurs, sem ég gat um, og einnig vegna liins, að sjálf félagsstarfsemin rækist á. Ég spurði, hvort ungling- arnir gætu þá ekki komið á sunnudögum til messu eða sunnu- dagaskólastarfs, en var svarað á þá leið, að á sunnudögum væri meðlimum hinna pólitísku æskulýðsfélaga venjulega fyrir- skipað að taka þátt í einhverju, sem talið væri þjóðhollt starf fvrir ríkið, t. d. að fara út og safna brotajárni, svo að ég nefni aðeins eitt dæmi. Ég gat þess í upphafi, að ég hefði fengið tækifæri til að heimsækja Austur-Þýzkaland og dvelja þar í nokkra daga. Naut ég þar mikillar gestrisni, og fólkið var alúðlegt og við- feldið í framkomu. Ég fór þar í all-langt bílferðalag 1. maí í fyrravor, og ók í gegnum mörg þorp og bæi, þar sem allt var fullt af rauðum boröum með áletrunum, sem ætlaðar voru til örvunar og uppbvggingar. Sumar þeirra voru jákvæð hvatn- ing til fylgis við friðinn, flokkinn og föðurlandið, en aðrar neikvæðar, jiar sem ráðist var á hernaðarsinna og kapítalista vestursins. En ekki minnist ég þess, að hafa séð þar eina ein- ustu áletrun, sem stíluð væri gegn trúarbrögðum, kristindómi eða kirkju, og hygg ég þó, að slíkt liefði tæplega farið framhjá mér. Þar var því ekki að finna staðfestingu á orðum flótta- fólksins um andstöðu við kristindóminn. — Ég kom til smá- bæjar eins, þar sem voru þrjár bókaverzlanir. Tvær jjeirra höfðu kristilegar bækur að yfirgnæfandi meiri hluta, bæði í gluggum og á sýningarborðum, en fremur lítið af hreinum kommúnistiskum bókmenntum. Hin jiriðja, sem var minnst, var mér sagt, að hefði lítið sem ekkert af bókum um guðfræði eða trúmál, en aftur á móti eitthvað af stjórnmálaritum. Það var |)ví ekki heldur hægt að marka af þessu, að trúmál ættu ekki upp á pallborðið í Austur-Þýzkalandi. Ég spurðist því fyrir um ritskoðunina í landinu. Mér var sagt, að hún færi þannig fram, að ef rithöfundur vildi gefa út bók, yrði viðkomandi bókaforlag að láta umboðsmann stjórnarinnar lesa liana yfir, og stjórnarvöldin ákveða einnig, Iiversu mikið upi>lag má prenta. Ég fékk j)á hugmynd, að þetta gengi meira út yfir safnaðarblöð og kirkjuleg málgögn heldur en guðfræðileg vísindarit. Nú langaði mig að sjálfsögðu að fá að vita álit ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.