Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 24
KIRKJURITIÐ
18
fegurri og árangursríkari en annarra manna. Samt hefði liann
ekki orð'ið það, sem liann varð, ef honum hefði ekki ungum
hlotnazt sú náð, að öð’last trú á Guð, svo sanna og hreina, svo
bjargfasta, að hún mótaði síðan allt líf lians og starf, öll orð
hans og allar gerðir. Hann har samt ekki merki heitrar trúar
sinnar hið vtra með sér, og hann fjölyrti ekki um hana. Hann
var ekki eitt og trú hans annað. Hún var hluti af sjálfum hon-
um, lífi lians og starfi. Ég lield, að liann hafi sjaldan talað um
trú sína nema í ræðustól. En hann boðaði liana með því að
vera eins og hann var. Hann hafði öðlazt svo djúpan frið í
sál sína, svo örugga fótfestu í lífi og dauða, að á grundvelli
lieilagrar trúar urðu persónutöfrar lians slíkir, að fyrr á öld-
um hefði hann eflaust verið talinn helgur maður.-----------
Þarna kemur fram óvenjulega skýr skilningur á gildi og
mikilvægi trúarinnar. — Þetta er eins og vormerki.
Mikill Islendingur
Hannes Hafstein átti aldarafmæli 4. desember. Þess hefur
verið minnzt á marga vegu að maklegleikum. Hannes var fyrsti
innlendi ráðherrann >— og ef til vill áhrifamesti þjóðleiðtog-
inn á þessari öld. Enginn stjórnmálaforingi vor hefur a. m. k.
á því tímaskeiði verið glæstari — né dáðari. Ekki þarf hans
vegna að halda minningu lians á lofti. Heldur til þess að oss
verði ljóst, hvort vér metum hann sem skylt er og fylgjum
stefnu hans eins og vert væri. Hann unni þjóð vorri. Frelsi
hennar var honum lieilög hugsjón, sjálfstæði liennar höfuð
baráttumálið. Þetta er ljósast af ættjarðarljóðum hans. Það
logar í þeim heitur liugsjónaeldur, hugheil ættjarðarást. 1
vorvísum, sem tileinkaðar eru 17 júní 1911, segir um Jón
Sigurðsson:
Hans von er í blænum á vorin,
lians vilji’ og starf er í gróandi lund.
Sú var líka vafalaust ósk Hannesar sjálfs, að svo yrði um
hann sjálfan.
Vissnlega elskum vér landið enn — Islendingar. En viðliorf