Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 41
KIRKJURITIÐ
35
nokkurn veginn í réttu ljósi. Hér á lancli gerist þetta án nokk-
urra átaka, en flóttafólkið í búðunum í Gieszen tjáði mér, að
í sínu landi væru átökin orðið kveljandi, — svo kveljandi, að
það kysi fremur að flýja land en búa lengur við þá þvingun,
sem af þessu leiddi.
Þeir, sem kváðust hafa flúið vegna atvinnubáttanna, voru
fyrst og fremst bændur, sem ekki gátu fellt sig við hinn nýja
samyrkjubúskap. Ég spurði, hvað þeir liefðu helzt út á liann
að setja. Svörin voru yfirleitt á þá leið, sem ég hefði getað
bugsað mér roskna, íslenzka bændur tala. — Þeir sögðu, að
öll landamerki væru rifin niður, og bændurnir yrðu verka-
menn á stóru samvrkjubúi, sem væri þannig skipulagt, að
livert lieimili yrði algerlega ósjálfstætt. Bústjórarnir væru
oftast ungir menn, sem kæmu beina leið úr einhverjum
landbúnaðarskólanum, reynslulausir, og skildu bvorugir aðra,
þeir né bændurnir gömlu, enda færi margt í bandaskolum.
Einna verst væri það, að hverjum bónda, sem yrði meðlimur
í samyrkjubúinu, væri skammtað úr bnefa, það sem bann
fengi til eigin beimilis eða eigin umráða af búsafurðum. —
Ég spurði, hvort bændurnir væru skyldugir til að vera með-
limir. Nei, það væru þeir raunar ekki, en afleiðingarnar af
því að standa utan við, gætu orðið alvarlegar. Þeir fengju
ekki markað fyrir egg sín og mjólk, og hlytu fyrr eða síðar að
flosna upp. Þó væri bitt jafnvel verra, að þeir væru aldrei
látnir í friði fyrir áróðursmönnum liins nýja skipulags. Þeir
befðu verið vaktir upp á nóttum, til að þjarka við þá. Þeir
væru brýndir á því, að nú væru flestir aðrir orðnir með, og
ekki stætt á því fyrir þá að greina sig frá bópnum. 1 sumum
bændaþorpunum gyllu bátalarar svo að segja nótt og nýtan
dag, og menn hefðu vfirleitt bvorki svefnfrið né vinnufrið,
fyrr en þeir hefðu látið undan. — Því befðu þeir beldur kosið
að liverfa brott og reyna á nýjan leik annars staðar. — Þannig
var frásögn binna austur-þýzku bænda, sem ég ræddi við suður
í Gieszen.
Ég notaði tækifærið í veizlunni, sem ég gat um áðan, til
að spyrja þingmanninn um samyrkjubúin, og sagði bonum, að
ég gengi út frá því, að ríkisstjórnin vildi þjóðinni vel með
stofnun binna stóru samyrkjubúa, en liins vegar lægi það í
augum uppi, að einbver vandamál blytu að hafa komið í ljós.