Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.01.1962, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 5 viljum vera þeim mepin, sem allt er öruggt og skuggalaust, þeim megin, sem sannleikurinn er, vegurinn, lífið, Guð, einn sannur GuS. Hinum megin er vitanlega um marga að velja, en höfum vér ráð á því að gera tilraunir með þá, erum vér menn til þess með reynslu og viðhorf samtíðariimar fyrir augum? Það er eitt hásæti til, sem þú skalt aldrei sjá hrynja, eitt nafn, sem aldrei mun blikna, einn, sem aldrei blekkir þig, lieldur stendur við allt, öll sín lieit, Jesús Kristur. Það mun eilífðin sanna. En manninum er fengið það vald, að liann getur valið, kosið, hverjum liann vill þjóna, kjörið sér átrúnaðargoð, valið sér lífsskoðun eftir geðþótta, valið jafnvel milli lífs og dauða. Hér kom í verzlanir fyrir jólin ný bók, sem lieitir: Á maS- urinn framtíS? Hún er eftir Bretann kunna, Bertrand Russell. Hann skoðar þessa spurningu í Ijósi þróunarinnar í alþjóðamálum og í vígbúnaði og er ekki bjartsýnn. Hann segir: „Ég veit ekki, hvaða skelfingar kunna að vera framundan oss, en það getur enginn efað, að nútímamaðurinn er dauðadæmd líftegund, ef eittlivað stórlega róttækt gerist ekki“. Og hann segir ennfrem- ur — og þau orð hefðu einhvern tíma ekki þótt líkleg í lians munni: „Það er í hjörtum mannanna, sem meinið er fólgið. Hin rammefldu skelfingartól, sem gerð liafa verið, eru ytri merki illra livata. Engar aðstœSur knýja til styrjaldar nú, hnúturinn er í liuga mannsins og lækningin er nýtt liugarfar“. Það væri ákjósanlegra að geta komizt hjá því, að minna á þessa geigvænlegu alvöru í ársbyrjun, en því miður horfir ekki svo að liægt sé að segja: Friður og engin liætta. Ef spenn- an slaknar ekki brestur boginn fyrr lieldur en síðar og sá eldur losnar sem verður endalokin. Vér erum á tæpustu nöf, það er því miður víst, en vér getum snúið við, og liver hugur, sem vakir með Kristi, vakir í trú og bæn, í ugg og árvekni lians kærleika og með frið lians í sjálfum sér, er sigur fyrir mannkynið. Og það er ekki klerkur, lieldur Nóbels-verðlauna- liafi í kjarnorkuvísindum, Artliur Compton, sem segir — og hann er ekki einn um slíka skoðun í dag: „Vísindin hafa skapað veröld, þar sem kristindómurinn er lífsnauðsyn“. Gagnvart slíkum ummælum dettur sjálfsagt einliverjum í hug: Er kristindómurinn ekki búinn að reyna sig, liefur ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.