Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 28

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 28
170 KIRKJURITIB hef látiS efni<$ sitja fyrir hættinum og umsamið sálminn (orkt iiber eins og segir í þýzku). Þessliátlar þýðingum lief ég valið allra fegurstu sálmalög, sem völ er á s. s. Sjá liimins opnast hlið. í hverju tilviki er þess getið livers eðlis þýðingin sé. Eg lield að sumir þessara liehresku sálma eigi erindi í Sáhnabókina, en að eittlivað sem þar er, mætti víkja.----- Snemma á Miðöldum, eða fyrr, varð til kredda, sem á mið- aldalatínu var nefnd horror vacuurn — ótti við tómið. í ritlist- inni gætti lians þannig: að eyður í liaudritum voru fylltar myndum og skrauti. Smám saman skapaðist af þessu afar fjölbreytt og fögur list, sem lifir fram á þeiman dag, þótt ekki sé hún nema svipur hjá sjón. Handritaskreyting þótti tak- ast vel ef hún — auk þess að fylla eyður — lýsti einhver veigamikil alriði textans, og að sjálfsögðu voru gerðar kriifur lil fegurðar. Ég leyfði mér að skreyta þemia lielga texla, en f'jarri fer því, að það verk sé gallalaust. Þegar líður á bókina fer þó að koma festa í þessa grein verksins. Ég er þá líklega — eins og sagt er á listamannamáli — farinn að finna sjálfan mig. Erfiðast revndist mér að finna hugmyndir — en minni vandi að teikna þær. — Hins vegar eru engir rímgallar í þýð- ingum mínum af Spekiritunum — t. d. hvergi vafasöm áherzla og livergi atkvæði of eða van. ------- Ég varð svo lánsamur, að háskólakennararnir — lærðustu mennirnir í hihlíulegum fræðum — tóku þýðingum mínum ekki tómlega og ekki ná&arsamlega, heldur með ekki svo lítilli aðdáuii. Ég leyfi mér að viðhafa það orð, því sitthvað í þá átt er víða skjalfest. Fyrstur var herra biskupinn, dr. Ásmund- ur Guðmundsson, til að viðurkenna þýðingarnar, og síðan ýmsir aðrir. Fyrir allan þann lieiður erum við þakklát. Og þakklæti okkar vil ég láta í ljós, með því að gefa Háskóla Is- lands umrædd liandrit — í umbúðum, sem konan gerði að mestu leyti. Og við biðjum vkkur að veita gjöfinni viðtöku og aflienda hana rektor Háskólans, þegar ykkur þykir lienta. Og við biðjum ykkur, háttvirtu prófessorar, að flytja Há- skóla Ishmds — rektor hans og fyrrverandi rektor — alúðar- fyllstu þakkir okkar og árnaðaróskir í sambandi við það stór- afmæli, sem nú er í vændum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.