Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 10

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 10
verið múrhúðaðir a. m. k. þrem sinn- um. í múrhúðinni fundust eitt hundrað þrjátíu og ein áletrun á arameísku, grísku og latínu. Nafnið Jesús stendur í mörgum áletrunum, og Jesús er þar nefndur Kristur, hinn Allrahæsti og Guð. Nafnið Pétur er einnig að finna. Á veggina eru grafin ýmis tákn og fangamörk, svo sem krossmarkið í ýmsum myndum, bátur og fangamark Jesú. — Á veggjunum eru hundruð skreytinga í ýmsum litum: grænum, bláum, gulum, brúnum, rauðum, hvít- um og svörtum. Viðfangsefnið er blómakrossar, ávextir og sitthvað fleira. Um þrjú hundruð og fimmtíu árum e. Kr. er húsinu breytt með ýmsum hætti. Nokkur hús að vestanverðu við það eru rifin, en við er bætt tveim herbergjum, gert nýtt þak, og grjót- garður er reistur umhverfis það allt. Hundrað árum síðar eru öll einka- hús, sem standa kring um þetta hús, rifin, og í staðinn er byggð áttstrend kirkja, 17 m að þvermáli. Umhverfis kirkjuna eru þriggja metra breið súlna- göng. Á undirstöðum hins gamla húss er reistur áttstrendur veggur, og frá þeim áttstrendingi rísa átta súlur, sem voru m. a. þakstoðir kirkjunnar. Þessi veggur sást ekki, því að hann lá undir gólfinu, sem þakið var fagurlitri mós- afk. Fornfræðingar þeir, sem nú eru við upgröft í Kapernaum, telja, að þeim hafi auðnast að staðfesta þá gömlu arfsögn, að forðum hafi staðið kirkja þar, sem áður var hús Péturs postula í Kapernaum, og að þeir hafi ekki einungis fundið kirkjuna, heldur sjálft hús Péturs. Eitt er a. m. k. öruggt. 168 Þeir hafa fundið hið elzta, kristna samkomuhús, sem kunnugt er um til þessa. Hinirfyrstu kristnu menn komu sam- an í heimahúsum. Það var ekki fyrr en kristinn dómur var orðinn lögleg trúarbrögð í rómverska ríkinu (313 e. Kr.), að þeir tóku að byggja kirkjur. í Nýja testamentinu er orðið kirkja aldrei notað um hús. Af júðskum heimildum, sem eru mótdrægar kristn- um Gyðingum í Kapernaum, er kunn- ugt, að þar var lifandi og öflugur söfn- uður. Ekki er ótrúlegt, að hinir kristnu Gyðingar í Kapernaum hafi komið saman í húsi Péturs. Uppgröfturinn hefur leitt í Ijós, að hús þetta er, þegar fram líða stundir, ekki venjulegur bú- staður, heldur kristinn samkomustað- ur. Síðar verður það of lítið, og önnur hús verða að víkja, til þess að unnt sé að byggja við það. Og þegar byggð er að lokum fögur kirkja á staðn- um, er „hús Péturs“ ekki rifið til grunna, heldur er reistur áttstrendur veggur yfir því, og gólfinu, sem lað1 er þar yfir, er það að þakka, að fund- in er lifandi kirkjusaga einmitt í þessu húsi. Spönsk kona, Eteria, sem fór pí|a' grímsför til Landsins helga árið 395 e. Kr., reit í dagbók sína, að í búsi hins mesta postula væri kirkja, en veggirnir væru hinir sömu og fyrr; Fimm hundruð árum e. Kr. skrifaði pílagrímur einn frá Ítalíu: „Vér kom- um til Kapernaum í hús Péturs, sem nú er kirkja." Það er athyglisvert, að kirkja samkunduhús skyldu standa hlið við hlið í Kapernaum. Vér hefðum gjarna kosið að vita, hvernig háttað var Þv'

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.