Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 12

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 12
Prinsessa frá Grúsíu og bænir í Burrswood Prinsessa frá Grúsíu Það var á miðju vori 1975, þegar sól- in stráði geislum sínum af miklu ör- læti yfir land og sæ, svo að menn gátu varla orða bundizt yfir veðurblíðu, að hér hafði viðdvöl á leið sinni vestur um haf kona ein við aldur, góðmann- leg og höfðingleg. Hún heitir Marina Chavchavadze, prinsessa frá Rúss- landi eða réttara sagt Grúsíu. Ekki kom hún þó þaðan, því að föðurland sitt hafði hún yfirgefið fyrir löngu, nauðug eins og margir í hennar spor- um á þeim árum. Hún á heima í Burrs- wood í Kent á Englandi. Kent er sú sveit á Englandi, sem nefnd hefir ver- ið „aldingarður Englands" og er ein- hver fegurst sveit þar í landi, þegar eplatrén standa í blóma á vorin. Þessari konu kynntust nokkrir prest- ar á heimili biskupshjónanna, en bisk- upinn hafði boðið þeim prestum, er til náðist í Reykjavík, til að hitta hana er hún var gestur þeirra hjónanna, og hlýða á frásögn hennar af starfi því, er fram fer í Burrswood dag hvern. Fleiri fengu og að njóta annarrar frá- sagnar hennar stuttu síðar, er hún ræddi um starf hjúkrunarheimilisins í Burrswood í Hallgrímskirkju í Reykja- vík. Ég hygg að óhætt sé að segja það, að allir, sem hlýddu á mál hennar hafi orðið snortnir af því. Þess lét hún einnig getið, að þeir, sem leið ættu til Englands væru velkomnir til Burrs- wood til dvalar, ef þá fýsti að sjá °9 heyra það, sem þar væri um að vera. Því var það, að síra Karl Sigut' björnsson og kona hans, Kristín Guð- jónsdóttir lögðu leið sína þangað 1 sumarleyfi í fyrra. Síra Karl varð góðfúslega við til' mælum um að segja lesendum KirkjU' ritsins frá því, sem þau hjónin urðu vísari. Við mæltum okkur mót morgun' stund eina skömmu fyrir Mikjálsmessu og ræddum um þessa ferð. Dorothy Kerin og Burrswood — Hvernig stóð á því, að þú lagðir leið þína til Burrswood í fyrra? — Það var eiginlega vegna komu Marina Chavchavdze hingað til lands. 170

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.