Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 14

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 14
Dorothy Kerin gjafir bárust henni þegar þörfin var mest, svo að starfi hennar var ætíð borgið. Allt óx þetta og svo kom að því, að heimili hennar var breytt í hjúkrunarheimili, sem viðurkennt var af sjúkrasamlaginu brezka og er því stjórnað af stjórnarnefnd, sem skipuð er af kirkjunni og heilbrigðisstjórninni. Á stríðsárunum tók herstjórnin hús- næði hennar í London í sínar þarfir. Varð það til þess, að heimilið var flutt til Burrswood. ASeins lítilmótlegt verkfæri Dorothy Kerin taldi, að þetta starf hennar væri vitnisburðarstarf, að það væri boðskapur til kirkjunnar hvar- vetna í heiminum um hlutverk hennar í þjónustunni við sjúka og nauðstadda. Dorothy sjálf og heimili hennar væru ekkert sérstakt, heldur aðeins lítil- mótleg verkfæri í þessari þjónustu. Þetta sé í raun ekki annað en eftir- fylgd Jesú Krists. Alls staðar þar sem 172 Jesús fór, þar læknaði hann, eins og Matteus segir: ,,Og Jesús fór um alla Galíleu og kenndi i samkunduhúsum þeirra og predikaði fagnaðarboðskap- inn um ríkið og læknaði hvers konaf sjúkdóma og hvers konar krankleika meðal lýðsins .. . og menn færðu til hans alla sjúka.. . og hann læknaði þá. (Mt. 4, 23—24). Og er hann sendi lærisveina sína út í heiminn með gleði- boðskapinn sagði hann: ,,En þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: í mínu nafni munu þeir reka út illa anda,.. . og þeir munu leggja hendur yfir sjúka og þeir munu verða heilir.“ (Mk. 16’ 17—18). Öll hin mikla heiIbrigðisþjónusta, sem okkur finnst svo sjálfsögð hér á vesturlöndum, er í raun framhald þessa verks. Þótt fyrirbænir og að leggja hendur yfir sjúka hafi aldrei týnzt í kirkjunni, þá hafa hinar gífur' legu framfarir í læknavísindum undan- farandi aldar leitt til þess að þessi mikilvægi þáttur hefur horfið í skugg' ann vegna oftrúar manna á möguleik' vísindanna. Nú virðist sem Guð hafi kallað frat11 marga votta á þessari öld til að vekja lýð sinn til nýrrar ábyrgðar og með' vitundar um þjónustuhlutverk sit* gagnvart sjúkum og nauðstöddum- Hafa miklir atburðir gerzt í þeirri þjón' ustu og vakning innan kirkjunnar a þessu sviði um allan heim. Margir íslendingar þekkja starf þeirra Peder Olsens dómprófasts °g læknisins Einars Lundby í Noregi- Svo má nefna skozka prestinn Cameroa Peddie, sem vann hið merkasta starf meðal sjúkra með fyrirbænum og yf'r' lagningu handa. Stór hópur lækna og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.