Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 19

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 19
^kningaguðsþjónustum. Allmargir voru í hjólastólum og lamaðir og marg- lr komu til þess að biðja fyrir öðrum °9 sömuleiðis komu margir með börn. það hefir verið talað í Burrswood að hafa sérstakar guðsþjónustur fyrir börn. —■ Eru þessar guðsþjónustur eins °9 venjulegar sunnudags guðsþjón- ustur? ~~ Já, nema allt miðast við fyrir- bsenina. Fólk gengur upp að altarinu til boss að hendur verði yfir það lagðar ^eð blessunarorðum. Eru altarisgöngur í þessum ^essum? Ekki í þessum messum, nei, en mikil áhersla er lögð á það, að þeir, Serr> koma til þessarar lækningaguðs- bjónustu undirbúi sig áður, hafi gengið j'J altaris og skriftaö. Mikil áherzla er °9Ö á sakramentin og skriftirnar. ^kningaguðsþjónusturnar eru seinni iuta dags, því kemur fólk oft til að ,Vera vi3 morgunmessuna og gengur 11 altaris, ef það hefir ekki verið við ^ssuna í sóknarkirkju sinni. A hverjum einasta morgni er messa altarisgöngu — raunar tvær ^essur, því að þarna er unnið á vökt- Unn og starfsfólkið byrjar daginn við ^ssuna, síðan fara prestarnir — þeir 6ru tveir þarna — með sakramentið á sJókrastofurnar. Starfsfólkið allt, lækn- ar> þvottakonur, eldabuskur, hjúkrun- ar|iÖ, prestar og annað starfslið tekur att í fyrirbænum. Hver og einn hefir a yfir ákveðinn hóp manna, sem ann biður fyrir. Þarna er sérstök k ritstofa, sem tekur við bréfum og Ur' num um fyrirbænir og skipulegg- r Þotta starf. Lækningaguðsþjónustur eru ekki nema lítið brot af þessu öllu. — Hvernig er það, hljóta sjúklingar smurningu í þessum lækningaguðs- þjónustum? — Nei, hún er ekki um hönd höfð við þessar guðsþjónustur. Hins vegar veita prestarnir smurningu þeim sjúklingum, sem þess óska og þegar það á við, en smurning sjúkra er tals- vert útbreydd á Bretlandi. Ég varð aldrei vitni að þeirri athöfn. — Hyggur þú að sama fólkið komi oft í þessar guðsþjónustur? — Já. Við vorum við þrjár lækn- ingaguðsþjónustur og tókum t. d. eftir hjónum, sem við vissum að voru kom- in langt að og þau voru við þær allar og höfðu komið um tíma. Sama fólkið virðist koma þegar það mögulega getur. Margir koma líka til að þakka, en þakkargjörð er stór þáttur í þessum guðsþjónustum. Dorothy Kerin brýndi það mjög fyrir mönnum, þegar þeir kæmu að leita lækningar, að þeir einir gengju fram til þess að hendur yrðu yfir þá lagðar, sem hefðu trú á því að Guð væri að verki í þessari athöfn — þeir, sem hefðu þá trú, að þeir vildu snerta klæðafald Drottins á þennan hátt — hinir skyldu sitja eftir og biðja, ef þeir gætu, fyrir þeim, er gengju fram. Hún brýndi það einnig fyrir mönn- um, að þeir, sem kæmu, kæmu með opinn hug og þá bæn, að vilji Guðs yrði, að enginn legði fram sérstakar kröfur á hendur Guði, því að oft er það svo að við biðjum um það eitt, sem okkur finnst við þurfa, en miss- um þá af þeirri blessun, sem Guð ætl- ar okkur að þiggja, af því að við er- um svo bundin eigin vilja. 177

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.