Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 23

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 23
Hann leiddi Iý5 sinn eins og hjörð. ^ér horfðum til hæðanna, — og þaðan oss hjálpræöið það verður áreiðanlega vart of djúpt |ekið í árinni um fátækt og fákænsku ls|ensku landnemanna, sem stigu á [and í nýlendunni, er þeir nefndu Nýja- !sland, — við Winnipeg — í norður- hluta Canada á síðasta sumardag fyrir 100 árum, — hinn 23. okt. árið 1875. En kjarkinn þrekið — og trúna, — trúna á framtíðina og trúna á Guð, — skorti þá ekki. Einhuga voru þeir að skapa sér — °9 þá einkum afkomendunum þau lífs- skilyrðj, sem þeir vonuðu, og trúðu að Petta nýja ættland þeirra geymdi í skauti sínu, þeim til handa. — í barr- ^ðarrjóðrum Nýja íslands dreymdi ar|dnemana — þrátt fyrir ólýsanlega °rðugleika, sem við blöstu, — djarfa hugsjónaríka drauma varðandi þá ramtíð, sem í vændum var. ^yrst af öllu varð auðvitað að sinna runistæðustu þörfunum. Húsaskjóli,— °tt frumstætt væri, — þurfti hópurinn . ^orna sér upp, — því senn fór vetur | °nd, sem bæði var harður og kald- ur. En þetta fátæka fólk missti aldrei slónar á þeirri staðreynd, að ,,maöur- 'on Hfir af foraug/ ejnu saman/‘ — f ess Vegna var hafizt handa þegar á yrstu frumbýlisárunum til viðhalds og ln9ar andlegra verðmæta, og það slíkum stórhug, að hver sem skoðar a sögu ofan í kjölinn, hlýtur að falla stafi af undrun. 9 mÍ9 um minn" ust e.no'<*<ur Þeirra atriða, sem merk- öl| a® teljast, þótt þau komi ekki einlínis við umræðuefni mitt í dag. Fyrst ber þar að nefna lýðræðissjálf- stjórn, sem mynduð var fyrir nýlend- una, — nokkurs konar ríki í ríkinu, — sérstakur íslenzkur akurblettur inni á hinu mikla meginlandi. Þetta sjálf- stjórnarríki ieið undir lok eftir 10 ár, — árið 1887. — En svo mun talið, að þarna sé þó um að ræða einsdæmi um nýlenduskipun í Ameríku, — þegar undan er skilin Mayflowerskráin, er samin var af Nýja-Englands-,,púrítön- unum“, á allra fyrstu landnámsárum álfunnar. Annað atriðið, sem hæst ber í þessari framsókn frumbýlinganna í Nýja-íslandi tii víðara andlegs útsýnis var stofnun prentsmiðju og útgáfu blaðs. — Stofnað var hlutafélag, sem nefndist „Prentfélag Nýja-íslands“ ár- ið 1877. Prentsmiðja var keypt suður í Bandaríkjunum, — og fyrsta tölublað hins nýja blaðs, er nefndist „Fram- íari,“ kom út 10. september það ár. — Líklegast hefir enginn landnema- hópur í Ameríku verið örsnauðari en þessi fámenni hópur íslendinga við Winnipegvatn. Þeir höfðu liðið bjargarskort, drep- sótt og einangrun. Samt höfðu þessir menn þrek til að stofna prentsmiðju og gefa út blað, sér til andlegrar uppbygg- ingar. Aðalhvatamaður þessa útgáfu- fyrirtækis var Sigtryggur Jónasson, einn hinn kunnasti og fremsti athafna- maður meðal fyrstu landnemanna. Sjálfur ritstýrði hann 8 fyrstu blöð- unum í 1. árgangi. En þá tók við rit- stjórn Halldór Briem, cand. theol, er síðar varð um skamma hríð prestur safnaðanna í Nýja-íslandi. Hafði hann ritstjórnina með höndum upp frá því — á meðan þetta fyrsta prentaða íslenzka blað í Vesturheimi kom út. — Framfari 181

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.