Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 26
Sr. Páll Þorláksson.
Únítaraprestur, sr. Halldór E. Johnson
hefur það eftir aldraðri, skynsamri
konu, er sagði honum margt um frum-
býlisárin í Nýja-íslandi, — og þar á
meðal um plágurnar þrjár: bóluveik-
ina — og flóðið mikla, sem olli
skemmdum á engjum og högum. „Hin
þriðja plágan, presta-rifriIdið, var þó
verst,“ sagði hún „það spillti sálinni
og eitraði mannlífið.“
Sr. Jón Bjarnason er hins vegar á
gagnstæðri skoðun. Hann kemst svo
að orði í minningarritinu, sem ég vitn-
aði til í upphafi máls míns. „Sumir
hafa talið þennan trúarágreining í
öndverðri frumbýlissögu vorri hér í
álfu tómt böl, — en blessunin var
bölinu meiri, — eða bölið átti að
verða — og varð — oss islendingum
til blessunar. Líklega hefir aldrei áður,
— í sögu þjóðar vorrar — af íslenzkri
184
alþýðu, — jafnmikið og þá verið hugs-
að um sannindi kristinnar trúar. —-
Vér þurftum allir að ganga í gegnum
þessa reynslu."
Sr. Páll Þorláksson varð skammlífur.
Hann lézt aðeins 32 ára að aldri árið
1882 í Mountain í North Dakota í
Bandaríkjunum, — en þangað hafði
hann flutt með meginhluta safnaða
sinna frá Nýja-islandi, — og stofnað
þar nýlendu á árunum 1878—1880.
Sr. Jón Bjarnason dvaldi ekki lengi
í Nýja-islandi eftir þetta. Árið 1880
kvaddi hann nýlenduna, hvarf heim til
islands, og gerðist sóknarprestur á
Seyðisfirði næstu 4 árin. — Síðasta
verk hans áður en hann hélt á braut
var að vígja sem eftirmann sinn Hall'
dór Bríem, cand. theol, sem áður var
ritstjóri Framfara. — Ekki varð dvöl
hans heldur löng meðal landanna
vestra, — tæpt ár þjónaði hann söfn-
uðunum í Nýja-islandi, — og eftir það
gegndi hann prestsstörfum meðal ÍS'
lendinga í Winnipeg, er sífellt f°r
fjölgandi, um þriggja mánaða skeið-
Árið 1883 fór hann alfarinn hingað
heim til islands. — Eftir lát sr. Páls
Þorlákssonar (1882) — eða árið 1883
— varð sr. Hans B. Thorgrímsen, sem
hlotið hafði guðfræðimenntun sína í
sama skóla og sr. Páll, — prestur
safnaðanna í North-Dakota. Þar reis
af grunni fyrsta íslenzka kirkjan í Vest-
urheimi, — að Mountain í North-Dak-
ota, — árið 1884. —
Það sama ár kom sr. Jón Bjarnason
aftur til Ameríku, — og settist þá
í Winnipeg. Gerðist hann prestur ís'
lenzka safnaðarins, sem þar hafð'
myndazt, — og þjónaði honum f'1
dauðadags. —