Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 30

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 30
frá því kom hún reglulega út allt til ársins 1964, — í 79 ár. — Um Sameininguna kemst prófessor Tryggvi J. Olsen svo að orði í 4. bindi af Sögu íslendinga I Vesturheimi. „Hún er langelzta tímarit íslendinga í Vesturheimi, og eftir því sem ég bezt veit, elzta tímarit, sem nú (þ. e. 1950) er gefið út í Canada, á hvaða tungu- máli sem er. Það má víst óhætt segja, að Sameiningin sé það langmerkasta trúmálatímarit, sem Vestur-íslendingar hafa gefið út. Það er hún bæði vegna aldurs og innihalds." Ég hygg, að það sé vart ofmælt, þótt staðhæft sé. að Sameiningin hafi, — a. m. k. á fyrri árum hennar, — og raunar alltaf, — verið lesendum sínum jafnt austan hafs og vestan, — til mikillar blessunar, — bæði í trúar- legu — og menningarlegu tilliti. Fyrir hinar dreifðu byggðir Vestur-íslend- inga var hún í sannleika ,,sameining“, — á vettvangi tungu — og trúar. — Og ársþing kirkjufélagsins urðu brátt — nokkurs konar Alþingi Vestur-ís- lendinga, — í reynd. Þar komu saman forystumenn frá öllum hinum dreifSu byggðum þeirra. Þar skiptust menn á skoðunum um hin mikilvægustu mál, tjáðu hver öðrum hug sinn, — og bundust þar oft og tíðum órofa bönd- um vináttu og bróðurkærleika, — sem þeir svo ávöxtuðu — Drottni til dýrðar, heima í söfnuðunum, — til mikillar blessunar þeim hinum mörgu, sem ávaxtanna fengu að njóta. — Nú er mál að linni. Hina hundrað ára sögu landa okkar í Vesturheimi má auðvitað skoða frá fjölmörgum sjónarmiðum — og túlka á jafnmarga mismunandi vegu. — En fyrir mér verður hún fyrst og fremst ótvíraeð staðfesting hins forna sannleika, að: ,,maðurinn lifir ekki af brauði einu saman." 188

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.