Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 36
fá tækifæri til að bera vitni um trú sína,
og um fram allt fá að þjóna öðrum,
það gilti einu þótt hann fengi hið lítil-
mótlegasta hlutverk og yrði hæddur og
vanmetinn. Þess vegna gekk hann í
klaustrið.
Dvalarstaður hans í klaustrinu var
í mesta máta ömurlegur. Við urðum
þess vísari daginn eftir, er við heim-
sóttum hann. Við urðum að klifra yfir
hálfhrundar tröppur hér og þar, og
snúast í ýmsar áttir í þröngum rang-
ölum. Ég sagði við Lewar, sem var
fylgdarmaður okkar: „Eg get bezt trú-
að, að við séum á réttri leið, það er
einmitt þannig umhorfs hér, að hér
gæti Awkum verið á gangi daglega.
„Er við síðan sögðum eitthvað við
hann um þennan dvalarstað hans, sem
var aðeins örlítil kytra, með háum
glugga, litlum, nöktum veggjum, rúm-
fleti, og smáborði við höfðalag, svaraði
hann: „Þar sem Kristur er með mér, þar
er gleði, hvernig sem húsumerháttað."
í klaustrinu var starf hans að búa
til altarisbrauð og messuvín, og reynd-
ar fleiri víntegundir, sem voru bornar
fyrir gesti, sem að garði bar. Við vor-
um furðu lostnir að sjá þennan mann
stunda slíka iðju, en brátt rann þessi
starfsemi inn í heildarmyndina af
þessum undramanni. Jafnvel enn í
dag stendur hann mér fyrir hugskots-
sjónum þar, sem hann stundaði starf
sitt með augsýnilegri elju og alúð.
Handtökin voru viss og ákveðin, og
hlutirnir runnu frá honum eins og á
færibandi í verksmiðju. En á vissum
tímum lagði hann allt frá sér og kom
glaður og kankvís á móti þeim, sem
leituðu á fund hans.
Menn koma til hans úr öllum átt-
um, af öllum stéttum og þjóðernum-
Hann er álitinn einskonar heilsulynd.
Menn segja, að í návist hans birtist
allt, sem miður fer í bjartara Ijósi en
ella. Hann hefir eitthvað að bjóða,
sem sorgbitnir og hrjáðir þrá, — ef
til vill einna helzt hlutdeild í gleði
hans og góðvild.
Margir koma á fund hans af ein-
skærri forvitni. Nikodemus, yfirstéttar-
maðurinn, kemur þar, en hann vill
helzt láta sem minnst á því bera, að
hann sé að tala við þennan sérvitring-
Faríseinn kemur með allan sinn lær'
dóm, og vill fá að vita, hvort hér sé
nokkuð nýtt á ferð. Tómas kemur ark-
andi með allar efasemdir sínar og yfir"
læti. Þar kemur og hinn ríki, ungi
maður, viss í sinni sök, að hann hafi
eignast það, sem alls er vert, og er
fyrirfram ákveðinn í því að breyta
engu um hátterni sitt. Þangað korrta
hálfsofandi lærisveinar, sem eru í þann
veginn að sofna út frá kristindómi
sínum fyrir fullt og allt. Margir verða
snortnir, aðrir hverfa frá, yppta öxlum
og hugsa, og segja stundum: „<3etur
nokkuð gott komið frá gráskeggi3
þessum?“ En Awakum veit, hvað með
manninum býr. Hann sér engen
mannamun, hann brosir við þeim °9
blessar þá alla.
Við snerum við, í daufri dagskímu
innan klausturveggjanna hvíslaði LeW-
ar að mér: „Ég þekki engan lærðan
mann, sem Awakum getur ekki sett
á kné sér. Þessi allslausi maður er
ríkari en vitringar og valdarnen11
heimsins. Hann er uppljómaður. • •
Valdimar J. Eylands þýddi úr þýzku.
194