Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 58

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 58
stök að framsetningu, stíl og innihaldi, a3 enginn sanngjarn gagnrýnandi myndi efa, hvernig svo sem hann kann að líta á einstök orð út af fyrir sig, að hér endurspeglast hugsun eins ákveð- ins og mjög einstæðs kennara. Og þó gefa þessi guðspjöll oss ekki alhliða og endanlega mynd af kenn- ingu Jesú. Allt annað sjónarhorn ríkir í ritverki, sem vér höfum ekki minnst á enn: Jóhannesarguðspjalli. Það hef- ur einlægt verið talið yngst þeirra fjög- urra, þótt raunar sé mjög líklegt, að sá aldursmunur sé minni en máli skiptir. Það hefur líklega séð dagsins Ijós kringum 100 e. Kr., eða kannski nokkru fyrr. Til forna töldu menn, að Jóhann- es Zebedeusson væri höfundurinn, en hann var einn af nánustu lærisveinum Jesú. Það kann svo að vera, en þó er ýmislegt, sem mælir því sterklega á móti. Ljóst er, að þetta guðspjall er miklu frumlegri smíð en hin. Stíllinn er mjög persónulegur, áreiðanlega runn- inn fremur undan rifjum höfundar sjálfs en Jesú. Hann tekur í efnisvali tillit til lesenda sinna. Það gera höfundar hinna guðspjallanna að vísu líka. En lesendur Jóhannesar voru menntaðir heimsborgarar grískir. Mjög líklega er guðspjallið skrifað í Efesus. í framsetningu sinni á kenningu Jesú styðst Jóhannes við aðferð, sem kemur menntuðum, grískum lesendum alls ekki á óvart. Plató varð fyrstur til þess að beita henni, er hann varðveitti kenningu Sókratesar, meistara síns, í samtölum, sem eru smíð hans sjálfs og merkt hans eigin stíl, sem ómögu- legt er að líkja eftir, og gefa þó öllum öldum síðan sannfærandi mynd af þessum einstæða manni, Samtölin í Jóhannesarguðspjalli, sem eru hin mesta völundarsmíð, bera svip af hin- um grísku, heimspekilegu samtölum- Og þó rekumst vér hér á orð, sem koma kunnuglega fyrir sjónir. Sum þeirra eru hin sömu og í hinum guð- spjöllunum, þótt þau séu að vísu nokk- uð öðru vísi orðuð, af því höfundurinn á sér sitt sérstaka tungutak og þýðir stundum öðru vísi úr arameískunni en hinir guðspjallamennirnir. Auk þess verður þess vart, þegar grannt er skoðað, að í ræðunum og samtölunurn er hann að útskýra, samkvæmt eigin hugsanagangi og skilningi, það sem fólgið er í ummælum, sem hinir guð- spjallamennirnir hafa haldið til haga- Allt bendir þetta til þess, að höfundur hafi sótt efni sitt í sömu sagnhefð og hinir. Þessi hefð hefur áreiðanlega haft meira inni að halda en það, sem vér eigum varðveitt í guðspjöllunum- í Jóhannesarguðspjalli eru geymd um- mæli Jesú, sem sýna oss nýjar hliðar á kenningu hans, sem verður lítið sem ekki vart í hinum guðspjöllunum. Þessi ummæli geta vegið þungt að því er varðar heildarmyndina. Óskynsamleg4 væri að horfa fram hjá þeim, þótt fullr- ar aðgæslu sé þörf, eigi að nýta þau í stranglega sögulegri rannsókn. Hingað til höfum vér aðallega beint sjónum að því efni guðspjallanna, sem snertir kenningu Jesú. Þessari kenn- ingu hefði mátt koma á framfæri í form' safns af Jesú-orðum. Slík söfn eru til. þótt þau séu nokkuð yngri en gu^' spjöllin, og sennilegt er, að guðspja1'3' mennirnir hafi haft aðgang að áþekk- um orðasöfnum. Hitt er Ijóst, að slíkar orðaskrár hafa ekki fullnægt þörfum hins kristna samfélags, því að ritin 216

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.