Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 60

Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 60
er þessi meginstef prédikunarinnar a5 finna: „tíminn er fullnaður", söfnuður er orðinn til, fyrirgefning er í boði, nýtt viðhorf til framtíðarinnar, — og mið- punkturinn í öllu saman er Jesús, það, sem hann sagði og gerði, líf hans og dauði. Markús er að prédika guðspjall- ið, fagnaðarerindið. Og hann gerir það með því að segja frá atburðum, sem áttu sér stað í heimi veruleikans, þeim heimi, þar sem Heródes Antípas og Pontíus Pílatus gegndu sínum hlut- verkum á opinberu sviði og sagn- fræðingar hafa lýst, þeim heimi, þar sem rómversk stjórn ríkti, og sem nötraði af ágreiningi og skærum síð- asta aldarhelmings hins gyðinglega ríkis. Verk hans er því tvíþætt. Annars vegar er um að ræða frásögn af ákveðnum atburðum, og hins vegar túlkun á þeim, og er túlkunin í órofa samhengi við frásögnina. Þessa sömu þætti tvo, staðreynd að viðbættri túlk- un, er og að finna hjá Matteusi og Lúk- asi. Nokkur mismunur er á smáatrið- um í staðreyndatali þessara þriggja guðspjallamanna, og að nokkru leyti einnig í mati því, er þeir leggja á mikil- vægi atburðanna, en þessi mismunur skiptir litlu máli. í Jóhannesarguð- spjalli er túlkunin enn meðvitaðri og ákveðnari og guðfræðileg hugtök af flóknari toga. Þau eiga sumpart rót í trúarheimspeki mjög útbreiddri í sam- tímanum, þegar Austurlönd voru svo mjög undir áhrifum grískrar tungu og menningar, þótt í guðspjallinu séu þau með allt öðrum svip og innihaldi. Allt um það hafa öll guðspjöllin fjögur þetta sameiginlegt: þau eru í eðli sínu staðreynd að viðbættri túlkun. Síðustu hundrað árin eða meir, hef- ur samband og hlutfall þessara tveggja þátta í frásögn guðspjallanna dregið að sér mikla athygli fræðimanna. Um- ræður þeirra um guðspjöllin hafa að mestu snúist um þetta atriði. Svipaðar umræður hafa átt og eiga sér stað í herbúðum veraldlegrar sagnfræði, og að undraverðu leyti hafa rannsóknir á biblíulegu og veraldlegu sviði haldist í hendur. Á nítjándu öldinni (en henni lauk að þessu leyti sem og mörgu öðru 1914), höfðu fræðimenn tilhneig- ingu til þess að segja sem svo: skrael- um túlkunina utan af innihaldinu í eins ríkum mæli og unnt er; hún segir oss ekki annað en það, sem einhverjif kristnir menn í frumkirkjunni álitu eða trúðu; og þá munum vér halda stað- reyndum málsins eftir. Gallinn við þessa aðferð var sá, að eftir því sem textagagnrýni óx fiskur um hrygg- varð það efni að sama skapi minna að vöxtum, sem unnt var að segja um> að enga túlkun hefði hlotið, uns naest- um ekkert var eftir. Þetta var eins og að skræla lauk, svo vitnað sé í orð eins þessara manna. Því er það, a® margir ritskýrendur á þessari öld hafa sagt sem svo: Lítum nánar á það, sem áður var varpað fyrir róða! Það kann að vísu að hafa lítið gildi í sambandi við staðreyndir í ævi Jesú. En það er alltént og óneitanlega vitnisburður frá fyrstu hendi um trú frumkirkjunnar, og hún er vel þess virði, að henni se gaumur gefinn. Já, það er hún svo sannarlega. Þessi stefnu-breyting varð mjög til þess að blása nýju lífi í texta- gagnrýnina, sem var sannast sagna orðin nokkuð þvæld og margtuggi^- Sumir hinna nýju fræðimanna gengu 218
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.