Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 64

Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 64
kvæmlega eins og frá er skýrt, þá er hann ekki fjarri því, sem vakti fyrir Jóhannesi og ef til vill hinum guö- spjallamönnunum líka. Þaö er óhrekj- anleg staöreynd, að einmitt þannig voru áhrif Jesú á samtíðina og þau hafa haft hina víðtækustu þýðingu. En fleira mætti segja um sannleiks- gildi þessara sagna, þótt raunar skipti ekki eins miklu máli og margir vilja vera láta, hvort þær eru nákvæmlega réttar eða ekki. Eru kraftaverk „óhugs- apdi“? Vafasamt er að fullyrða slíkt. Aragrúi nýrra uppgötvana um eðli anda og efnis torveldar oss mjög að segja til um, hvað er mögulegt og hvað ekki. Hvað sem því líður, er flestra manna mál, að „kraftaverk gerist ekki“. Auðvitað gerast þau ekki við venjulegar kringumstæður. En megin- atriði guðspjallanna er einmitt þetta: kringumstæður allar voru langt frá því að vera venjulegar. Menn urðu vitni að hlutum, sem voru vægast sagt ó- venjulegir; aldrei hafði slíkt áður gerst og aldrei myndi það framar gerast. Nýtt tímabil í samskiptum Guðs og manns var að hefjast. Að skilningi Nýja testamentisins var kraftaverk ekki fólgið í því, að náttúrulögmálin væru brotin. Fólk hefði lítið botnað í slíku til forna. Kraftaverk þýddi miklu fremur einkennilegur atburður, sem fó! í sér óræk merki um tign og nálægð Guðs. Ef vér hefðum verið nær, hefð- um vér mjög líklega fundið „vísinda- lega“ skýringu á því, sem fyrstu, kristnu mennirnir töldu kraftaverk. Og ekkert mælir á móti því að nýta þá þekkingu, sem vér búum yfir, á eðli og meðferð líkamlegra og andlegra sjúkdóma, til þess að útskýra lækn- 222 ingarnar, sem guðspjöllin greina frá. En þótt svo sé, getum vér seint fundið skýringu á þeim þætti viðburðarins, sem gerði hann þess virði að festa á bók, — þeim feikilegu áhrifum, sem „fingur Guðs“ hafði, svo gripið sé til líkingar Jesú sjálfs. Með ofanskráðu hefur verið reynt að svara þeirri athugasemd, að krafta- verkafrásagnirnar í guðspjöllunum dragi úr gildi þeirra sem fræðirita. Vissulega eru þau fyrst og fremst trúarrit frumkirkjunnar. En þessi trú geymdi ósvikna sögulega minningu- Án þeirra atburða, sem minnst var, hefði trúin aldrei vaknað. Hitt þarf eng- an að undra, að þessi minning inni- hélt ýmislegt óútskýranlegt. Slíkt er eðli málsins samkvæmt. Ef vér gerum þá ráð fyrir, að hér séu frásagnir, sem taka má alvarlega* og þó ekki gagnrýnislaust, af hlutum, sem gerðust í raun og veru, þá skul- um vér gefa gerð þeirra og byg9' ingu ögn meiri gaum. Þá munurn vér komast að fleiru um eðli þeirra. Burt séð frá því, sem er ólíkt með þeim, verður vart sameiginlegra einkenna og mynsturs í vefnaði allra fjögurra guð' spjallanna. Athugull lesandi tekur fljótlega eftir því, hve lokaartiðum sög- unnar eru gerð rækileg skil: handtök- unni, réttarhöldunum, krossfesting' unni og því, sem fer næst á undan og eftir. Væri guðspjall sama og „ævisag3 Jesú“, þá væri slík ofáhersla á síðustu dögum ævi hans út í hött. En það er alveg greinilegt, hvað höfundarnir setla sér. Þeir gera eins mikið úr sögulok' unum og þeir geta, vegna þess að ÞaU eru mikilvæg. Nú er ekki óeðlilegt, þótt málalykf|r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.