Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 66

Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 66
Aftur á móti er ekkert til sparað að koma þessum kjarna á framfæri. Oftar en ekki eru þýðingarmikil ummæli Jesú felld inn í stutta lýsingu á ein- hverju atviki. Atvikið verður sem um- gjörð orðanna, farvegur fyrir kenningu Jesú. Svo er og um þá kafla guð- spjallanna, sem beinlínis mega telj- ast orðaskrár Jesú. Komið hefur á daginn, að þar sem um er að ræða fleiri en eina útgáfu af slíku atviki, ber þeim aðeins miðlungi vel saman um sjálfan atburðinn. Aftur á móti verður talsverðrar nákvæmni vart að því er varðar orð Jesú. Tiltölulega fáir þess- ara þátta geta talist ,,sögur“ af því, sem Jesús gerði, þar sem höfundun- um hefði geiað hætt til að breiða sig fjálglega yfir einstök atriði með list- rænum tilþrifum. Og enn rekumst vér á sama frjálsræði í meðförum efnisins, sem stingur svo í stúf við hinar ná- kvæmu skýrslur um orð Jesú. Stund- um taka einstök atriði upp á því að ,,flakka“ miili frásagna í guðspjöllun- um. Næst liggur að hugsa sér, að sagngeymdin hafi haft inni að halda aragrúa minnisþátta og sögubrota, meira í ætt við samtíning en heillega lýsingu. Hafi þessi sjóður þó staðið traustum fótum í því, sem raunveru- lega gerðist. Úr þessu smælki hafi svo þessar stílfærðu frásagnir orðið til, eftir því sem hentaði þörfum prédik- ara og kennara. Útkoman verður lifandi og litskrúðug mynd af því, i hvaða dúr athafnir Jesú voru, hvers konar viðhorf geröir hans spegluðu, hversu sambandi hans var háttað við þá, sem kynntust honum og hverjar ástæðurnar voru til þess að trúarleiðtogarnir fjandsköpuðust við 224 hann. Um hitt má deila, að hve miklu leyti má taka þessar frásagnir bókstaf- lega og trúverðugleik þeirra um það, sem „gerðist í raun og veru.“ Sumar kunna að vera nær sanni en aðrar. Ein- staka getur virst mjög ótrúleg. En þ®r eiga allar sama markmið: að herma frá manni, sem lifði og starfaði á ákveðnum stað og tíma. Þegar vér höfum orð hans í huga, fær heildar- mynd hans aukinn lit og meiri dýp4- Og það er þessi heildarmynd, sem liggur til grundvallar rannsókn vorri a stofnanda kristindómsins, lífi hans, starfi og persónuleika. TIL ATHUGUNAR: 1. kafli 1) Plíníus: Bréfaskipti við Trajanus, 96. <97’^ bréf. 2) Tacítus: Annálar XV, 44. 3) Babýlónsku talmúdarnir. Um „Sanhedrin < 43b. 2. kafli 1) Lúk. 1:1—4 2) Tilraunir til að sýna fram á að Lúkas byggður á Matteusi (eða öfugt) hafa að tel mistekist. Flest rök hníga að þvi að Þe,r hafi báðir stuðst við sarreiginlega heimilcl eða heimildir, þótt fáir fræðimenn myn^u treysta sér til að vinsa sameiginlega efni® út úr þessum tveimur guðspjöllum og bua til úr því það plagg, sem var heimild nef undanna Matteusar og Lúkasar. 3) Dæmi um frum-kristna prédikun er að finna I Post. 2:14—39, 3:13—26, 10:36—43, 13' 17—41. 4) Post. 18:25 5) Jóh. 1:52 hÓk 6) Ég hefi rökstutt þessa niðurstöðu i minni „Historical Tradition in the F°urt Gospel", bls. 21—136.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.