Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 70

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 70
11:2—6): „Farið og kunngjörið Jó- hannesi það, sem þið heyrið og sjáið: blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra og dauðir upp rísa og fátækum er boðað fagnað- arerindið. Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér.“ Hér skírskotar Jesús til verka hins fyrirheitna hjálp- ræðistíma Guðs (sbr. Jes. 29:18n, 35:5n, 61:1), verka, sem Jesús vinnur meðal mannanna. í þessum orðum birt- ist hugmynd Jesú um sjálfan hann og hið nána samband við Guð, sem hann gerði kröfu til. Þetta kemur einnig fram í orðum Jesú um Guð sem föður. Tákn- ið faðir um Guð notaði Jesús ekki að- eins til að tjá Guð sem skapara, heldur líka um Guð, sem ber umhyggju fyrir sköpun sinni, einkum fyrir mönnunum (Matt. 6:26). Sem faðir er hann einnig vinur, sem menn eiga aðgang að í bænum sínum (Matt. 6). En samband hans og Jesú er sérstakt. Það er inni- legt og einkennist af trúnaðartrausti og undirgefni, sbr. bænir Jesú, hvern- ig hann ávarpar Guð sem föður sinn, jafnvel með ávarpsorði barnsins, abba. Þannig biður Jesús daginn fyrir kross- festinguna í Getsemane (Mark. 14:36): „Abba faðir! allt er þér mögulegt, tak þennan bikar frá mér, þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.“ Sama afstaða kemur fram í orðunum (Matt. 11:27): „Allt er mér falið af föður minum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðir- inn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er son- urinn vill opinbera hann.“ Þetta verð- ur að nægja um þær hugmyndir, sem Jesús hafði um sjálfan sig. Við höfum rakið það hér, vegna þess að það hef- ur þýðingu fyrir skilning okkar á þeim 228 dæmum úr líkingamáli Jesú, sem við nefndum í upphafi og ræðum nánar hér á eftir. Ekki verður þó svo skilið við þenn- an kafla um skilyrði fyrir skilningi álík- ingamáli Jesú, að ekki sé minnzt á þann skilning, sem birtist í samhengi því, sem frumkirkjan og guðspjalla- mennirnir framsetja myndirnar í. Þeir standa nær Jesú í tíma og rúmi en við- í því sambandi ber þó að hafa í huga> að efni Guðspjallanna hefur varðveizt, af þvi að það hefur haft þýðingu fynr frumkristnina og verið notað í predik- unar og fræðslustarfi hennar. Sums staðar má sjá merki þess, hvernig líkingamál Jesú, sem hann talaði af ákveðnu tilefni og í ákveðnum kring- umstæðum, hefur verið heimfært upP á aðstæður safnaðarins. Þannig ma við samanburð SamstofnaguðspjaH' anna finna tvenns konar heimfærslu dæmisagna og líkinga. Augljóst dæh11 um þetta er dæmisagan um Týnda sauðinn. í Lúk. 15:3—7 er dæmisagan sögð til þess að varpa Ijósi á kærleika Guðs, sem leitar uppi syndarann og fagnar yfir frelsun hans, en í Matt' 18:10—14 er dæmisagan sögð til ÞesS að varpa Ijósi á kærleika Guðs, sem leitar uppi einn hinna minnstu rneðlima safnaðarins, sem hefur farið villur veg- ar eða fallið frá og gleði Guðs ytir því, að hann hverfur aftur til safnað- arins. Þá má sjá merki þess af sum- um öðrum dæmisögum, hvernig Þ0^ hafa verið heimfærðar upp á sögu frumkristninnar. Þetta kemur ótvíræ fram í dæmisögunni um Boðið til bru kaupsveizlunnar í Matt. 22:1 ■' ; Hliðstæðan í Lúk. 14:16—24 endar a því að segja, að þeir, sem ekki þáðu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.