Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 76

Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 76
mennri, yfirfærðri merkingu segir það, að menn í hvers konar neyð þarfnast hjálpar, en aðrir venjulega ekki. En svona segir fólk ekki, nema það þurfi að verja það, sem teljast ber sjálfsagð- ur hlutur. Þetta er staðfest í samhengi Matteusarguðspjalls, þar sem Jesús svarar athugasemdum Fariseanna um, að hann samneyti tollheimtumönnum og syndurum. Með þessum orðum ver Jesús afstöðu sína til þeirra, sem hafa orðið utangarðs í söfnuði og bæjar- samfélagi. Syndarar þarfnast fyrirgefn- ingar og samfélags sér til lífs eins og sjúkur hjúkrunar, svo einfalt er það. Samlíkingin: ,,Sjá eg sendi yðureins og lömb á meðal úlfa“ (Lúk. 10:3), er mjög Ijós. Orðið samlíking er hér notað um stutta líkingu, þar sem mynd- hlið og efnishlið standa hlið við hlið tengdar með samanburðarlið. Myndin er úr hjarðlífinu í Palestínu. Með myndinni er undirstrikað hættuástand, sem getur leitt til dauða. Efnishliðin er útsending lærisveinanna til að boða fagnaðarerindið. Með samlíkingunni er vakin athygli á áhættunni, sem fylgir því í þessari veröld að vera í þjónustu Guðs ríkis. Með hliðsjón af lífi og starfi Jesú, þar sem hann setur spurn- ingarmerki við líf sjálfsréttlátra manna og vekur andúð þeirra, þá eru þessi orð hans til lærisveinanna skilj- anleg. Þau eru í samræmi við það, sem hann segir um sitt eigið hlutskipti (Matt. 8:20). Starf í þjónustu kærleika Guðs til manna felur í sér áhættu eigin lífs. Þá erum við komin að líkingarorð- inu: „En hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálk- anum í auga þínu?“ (Matt. 7:3). Orðið 234 líkingarorð er hér notað um orðasam- bönd, þar sem eitt orð er sett í stað annars, sem venjulega hefur allt aðra merkingu. Myndin af flís í auga hefur á sér raunveruleika blæ, en ekki mynd- in af bjálka í auga, sem er mjög ýkt. mynd. Hið síðara gefur strax til kynna, að á bak við myndamálið dylst dýpti merking. Líkingarorðið er byggt á andstæðum, annars vegar er glögg* auga, sem sér skaðlegt en smátt hjá öðrum, en hins vegar blindni á það, sem er stórt og skaðlegt hjá sjálfum sér. Þetta er áfellisorð fyrir óheilindi- Þetta orð minnir á það, þegar Jesús kallar leiðtoga Fariseanna blinda, sem leiði blinda. Það gæti bent til þess, að Jesús hafi sagt þessi orð upprunalega við Fariseana, en í Matteusarguðspjall' standa þau í Fjallræðunni, sem er lýs- ing á siðgæði Guðs ríkis, flutt laari- sveinum Jesú. En þar sem nákvæmm í kröfum og dómum gagnvart öðrum er fyrir hendi í söfnuði lærisveina Krists, en blindni á eigin bresti er fyrir hendi, þar eiga þessi orð erindi. Menn þurfa að játa eigin synd og lúta lífgefandi náð kærleikans til þess að geta farið lífgefandi hendi um syndugt líf ann' arra. Við látum hér staðar numið. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur grundvallaratriði í sambandi við túlk' un líkingamáls Jesú í Samstofnaguð' spjöllunum og fáein dæmi tekin tij lauslegrar skýringar. En af þeim ma vera Ijóst, að Jesús hefur í líkingamán sínu ekki síður en í athöfnum viljað opinbera mönnum lífgefandi kærleika Guðs til mannanna og sýna, hve sjálf' sagt er að ganga í þjónustu hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.