Jörð - 01.07.1944, Page 9
orð texta vors að revna að hugfesta oss rækilega ániinn-
inguna, sem þau hafa að flytja?
Og nú inunu einhverjir yðar hugsa á ný: Nú, við eiguin
þá að fara að hlusta á ákærur! Ræðumaðurinn ætlar að
fara að hregða hér upp hinum blóðugu myndum Sturl-
ungaaldarinnar. Hann hefur í hyggju að stefna óhappa-
mönnum þeirrar aldar hingað lil dóms. Innan stundar sjá-
um vér svipi þeirra Sturlu Sighvatssonar, Þorgilss Skarða
og Gissurar Þorvaldssonar reika liér um völlinn. Yér fáum
enn einu sinni að heyra söguna um alla sundrungina og
um fláttskapinn — söguna um öll launráðin og um morð-
hrennurnar. Og vér fáum enn að héyra söguna um þjóðar-
frelsið, sem glataðist. Svipur hins vélráða konungs, Hákonar
gamla, verður særður fram og i slóð lians heil hersing af
glottandi hungurvofum margra alda.
Nei. Ég ætla mér ekki að fara að ákæra hina framliðnu.
Þeir hafa þegar fengið sinn dóm. Og ég ætla ekki að fara
að láta sár Sturlungaaldarinnar blæða á ný. — En text-
inn, sem ég hlaut, gefur til kynna, að mér beri við þetta
tækifæri að minna yður á, hvað það var, sem olli óham-
ingju þeirrar aldar — hvað það var, sem forðum olli því,
að þjóðin glataði frelsi sínu — minna yður ó, að orsökin
var sú, að þjóðin liafði glatað guði sínum. Ifún hafði glal-
að þeim guði, sem hún gekk á hönd árið 1000 á hinum
lielgasla stað landsins — glatað þeim guði, sem hafði þá
um tveggja alda skeið hellt yfir hana blessun og friði og
blómstrandi menning. Hún hafði að minnsta kosti misst
sjónir á þeim höfuðlögmálum, sem hann — alfaðir lífsins
-— hefur selt mannlífinu — þeim þróunarlögmálum, sem
framsókn og farsæld sérhvers einslaklings og sérhverrar
þjóðar er alveg ójúfanlega hundin. Hinir giftulausu leið-
togar þessarar ógæfusömu aldar voru gersamlega hlindir
fyrir þeirri heilögu sannreynd, að skefjalaus sjálfsþjónusta
er ekki leiðin til hamingjunnar — hvorki hamingju ein-
staklingsins né hamingju þjóðanna. Þegar miklir og giftu-
ríkir einstaklingar hafa orðið til, hafa þeir orðið það
- ekki í krafti sjálfsþjónustunnar, heldur i krafti sjálfs-
JÖRÐ 151