Jörð - 01.07.1944, Page 11

Jörð - 01.07.1944, Page 11
fólk Sturlungaaldarinnar -— fólkið, sem fyrrum lenli í því, að glata sjálfstæði þjóðarinnar? Úl af hverju eigum vér að fara að gera játningu? Vér skulum taka þessar spuruingar til ihugunar — mjög alvarlegrar ihugunar. LÍTUM ])á vfir þróun félagslífs þessarar þjóðar síðustu áratugina — lítum yfir þróun stjórnmálalífs hennar. Ber sú þróun svip samtíðár Jóns Sigurðssonar, eða ber hún svip Sturlungaaldarinnar? Hefur verið barizt undir merki sjálfsfórnarinnar, eða undir merki sjálfsþjónustunn- ar? Hafa leiðtogar þjóðarinnar síðasta árabilið sýnt það i baráttu sinni, að þeir hafi tileinkað sér þekkinguna á hinu heilaga vaxtarlögmáli mannlífsins—þróunarlögmáli þjóða? Þér hafið lesið málgögn leiðtoganna — stjórnmáíablöð þjóðarinnar. Um hvað verður þeim að jafnaði tíðrædd- ast? Um samstarf og hræðralag landsins harna? Um sam- stilll bróðurleg átök stéttanna til að ná hinu sameiginlega marki — farsæld og þroska þjóðarinnar? Nei. Stétt er egnd gegn stétt, svo sem þeim beri að standa sém andstæðir fjendur — óvild og tortryggni alin. — Og bardagaaðferð- irnar? Eru þær ekki belzt til mikið í ætt við vopnaburð Sturlungaaldarinnar? Eru ekki stjórnmálablöð vor að staðáidri full af gagnkvæmum ásökunum um ósannindi, fláttskap, tryggðarof og svikasættir? Hafa ekki sumir leið- toganna látið skína i það, að það sé barnaskapur að gera ráð fyrir því, að pólitísk drengskaparloforð verði endilega haldin? Og eru ekki aðrir að reyna að koma þvi inn bjá þjóðinni, að Inin þurfi ekkert á Guði að halda? — að liún geti dafnað og orðið farsæl án þess að lúta siðgæðislög- málum hans? Er ekki beint og óbeint verið að innræta æskulýð landsins að vinnan sé bölvun — því styttri vinnu- tími, þeim mun meiri farsæld! — Er ekki sífellt verið að brýna það fvrir æskunni, að hún þurfi að læra að gera kröfur? — ekki til sjálfrar sin, heldur kröfur til annarra! kröfur til þjóðfélagsins! — kröfur um meiri makindi og lifsþægindi. Er nokkur furða, þó að reynslulaus æskan Jörð 153

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.