Jörð - 01.07.1944, Side 29

Jörð - 01.07.1944, Side 29
er ekki það, sem mestu máli skiplir, lieldur hitt, að vór eigum örugga sjálfsvirðingu og séum ekki einungis sjálf- bjarga, heldur aflögufærir í menningarlegu tilliti. Því and- leg verðmæti eru liið eina, sem vér getum lagt af niörkum til allieimsbúsins. Vér erum þess, sem betur fer, ekki um- komnir að lála til vor taka á sviði bnefarétlarins, og það sem á skortir stvrkleik hnefans, verðum vér að vega upp með krafti andans. „Det udad tabes, maa indad vindes,“ sögðu Danir eitt sinn, er að þeim kreppti. Vér gætum án skaða hagnýtt oss lauslega þýðingu af þessari vel orðuðu bvöt fyrrv. sambandsþjóðar vorrar og sagt: Það, sem á skortir Iiið vtra, skal andinn oss I)æta. Vér þurfum meira hreinlæti í bugsun og ræðu, meiri djörfung lil að skapa eindrægni, réttlæti og bræðalag', meiri sjálfsvirðingu og ábyrgðartilfinningu til þess að geta bvggt upp raunverulega frjálst ríki, —■ ríki, sem veitir sérhverj- um þegna sinna möguleika til lieilbrigðs þroska, hamingju, starfs og gleði. För forsetans Ý BOÐI Roosevelts Bandaríkjaforseta vakti miklar bollalegging- ar hér heima., sem kunnugt er, og einkum vegna þess tvenns, að hann tók utanríkismálaráðherrann með sér og hins, að um sömu mundir voru höfð varhugaverð ummæli eftir formanni utanríkis- málanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, — en þau voru nú að vísu borin til baka. Og sjálfur bar ráðherrann óbeinlínis allar dylgjur í sinn garð öfluglega til baka, sem kunnugt er. Það er hins vegar furðulegt, að sum meiri háttar blöð skuli sýna af sér slíkan heimaalningshátt, sem hér hefur komið fram. Er það ekki viðtekin og sjálfsögð venja, að þjóðhöfðingjar þiggi heimboð höfðingja vinveittra þjóða, er eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta? Og er það ekki sjálfsagður hlutur, að þau mál beri þá að einhverju á góma, til nánari skýringar þeim, sem um þau fjalla, þó að ekki komi til neinna samninga? Auk þess er það þýðingar- mikið, að forustumenn þjóða, er hafa mikið saman að sælda, kynnist persónulega — almennt. Þeir, sem þar koma öðrum frem- ur til greina, eru þjóðhöfðinginn og utanríkismálaráðherrann. Það er ekki frjálsborinn hugsunarháttur, er lýsir sér í nefnd- um blaðaskrifum. Jörð ... 171

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.