Jörð - 01.07.1944, Side 34

Jörð - 01.07.1944, Side 34
MENNINGARSTARF Jón Sigurðsson á Yztafelli: Tungan • • OLL tungumál eiga langa og merkilega sögu. Orð og talsliætiir liafa þróazt úr fáum óskýrum ópum frum- manna, til endalausrar margbreytni og hárfínnar nákvæmni. Mál nútimans eiga hundruð þúsundir orða, geta skilgreint hluti og lnigtök, allt milli himins og jarðar, ámargvíslegan hátt með nýjum og nýjum blæbrigðum; hver einstaklingur milljónaþjóða liefur sitt orðaval, sinn radd- lireim. Tungumálin breytast öld eftir öld. Hver tunga á sín vaxtarlög, sérstæð og ákveðin fyrir liana eina. Meðan þess- um lögum er hlýtt, er tungan æ liin sama þó að aldir renni og liún taki ný orð og stofna, líkl og þegar barnið vex frá vöggu til fullþroska og nemur nýja siði. En séu vaxtarlög tungunnar brotin, og hún breytist eftir annarlegum lögum eða lagabrotum, þá er samræmið rofið. Þá fer líkt og þegar ungviðið er lieft í þroska sínum; úr breytingunni verður eigi þróun heldur vanskapnaður, sem hvorki er fugl né fiskur og vantar alla fegurð eða „skvn- samlegt vit“, hentar illa orðins lisl og spaklegri hugsun. ENGIN tunga hefur orðið fyrir minni erlendum álirif- um en íslenzkan, eða hreyzt minna. Enn í dag getum við brotið orðin til mergjar, rakið þau fram í gráa forn- eskju, svo að livert barnið skilji. Ég tek til dæmis orðin i málsgreininni á undan, sem fyrst eru í stafrófsröð, orðin „l)rolið“ og „barn“. Góður kennari mundi fljótlega geta fengið börnin til að skilja, að frumliljóðið i sögninni að hrjóta gæti verið brotliljóðið sjálft, er frummaðurinn braut greinar á leið sinni um skógarþykknið. Fleiri komu á eftir fyrirliða og brutu greinar, slóð þeirra allra varð æ gleggri og nefndist „braut“. Þá mundi börnum auðskilið að „barn“ 176 JÖBÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.