Jörð - 01.07.1944, Side 37

Jörð - 01.07.1944, Side 37
Við getum ekki krafizt með sanngirni, að menningar- þjóðirnar í nágrenninu verndi þetla stóra og auðuga land lianda afkomendum þeirra fáu manna, sem einu sinni áttu islenzkt þjóðerni. Stórveldin næst okkur rækta hvern skika heimalandsins og leg'gja á sig hörmnngar styrjaldanna lil þess að vinna nýjar auðlindir eða vernda þær, sem þau eiga. ísland er ekki lengur fjarlægt, óþekkt eða fátækt. Það er komið í þjóðbraut. Hundruð þúsundir ungra manna koma hingað árlega, dvelja liér og dreifast síðan út um allan heim. í augum þeirra er landið ekkert ís-land heldur friðarev og sóley. Nú ■er árferðið afbrigða gott. Þeir sjá velmegun hér, er aðrir svella, óþrotleg flæmi óræktaðs graslendis, drekkhlaðna báta bera fiskinn á land, ónotað vatnsafl í hverjum dal og strönd, finna undramátt jarð- hitans verma hús og þroska suðræn aldini. Hinir ágætu frændur okkar, sem lýðræði unna, liafa hingað til virt þjóðerni veikari þjóða. En ef við í framtíðinni seljum af hendi þann rétt, sem sérstæð tunga og sérstætt þjóðerni veita, fvrir auðæfi, sem mölur og ryð granda, þá fær ekkert vald i veröldinni komið okkur til bjargar. fT'VENNU megum við einkum þakka verndun tungunnar. -■- Einangrun landsins olli miklu, en bókmenntirnar enn- þá meira. Landnámsmenn komu með fornar sagnir og ljóð frá föðurlandinu og geymdu í minni röskar þrjár aldir. Ný ljóð og sagnir festust i minni, og fjöldi manna kunni löggjöfina utan að. Þegar ritöld liófst, voru lögin, sagnirnar og Ijóðin fyrst rituð. Þessi mikli minnisauður var auðvitað allur á þrauthefluðu máli; ekkert nema það snjallasta gat í minni lifað. Allir agnúar málsins, allt sem stirt var og óþjált, öll óþarfa mælgi liafði af sjálfu sér fallið úr minni. Aukaatriðin hurfu, en aðalatriðin komu skýrar fram. Þeir, sem tóku við þessum minnisauð og rituðu fyrstir, voru rammíslenzkir höfðingjar, þólt klerklega nienningu hefðu sumir að ytra borði. íslenzka kirkjan var þjóðkirkja í fyllstn merkingu á þeim dögum, og náði Latína hennar engu valdi vfir málinu fyrr en löngu síðar. jörd 179 12*

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.