Jörð - 01.07.1944, Síða 45

Jörð - 01.07.1944, Síða 45
komnir frani nema „Hulda“. Með þessar fréttir varð hún að fara heim, móti rigningu og roki, sem var svo mikið, að hún varð að teyma hestinn. Það var erfið heimför. En þannig eru i óteljandi mörgum tilfellum örðugleik- ar sjómanhskonunnar og sjómannsins samantvinnaðir sem tvær síður á einu Idaði. Morguninn eftir var send frá símstöðinni fregn um, að „Hulda“ hefði komizt heilu og höldnu i höfn á fsafirði. Þannig lauk þá erfiðleikunum að þessu sinni. En þrátt fyrir sí-endurtekin svipuð atvik, hefur enn ekki fengizt sími lagður milli Þingevrar og Hvamms, til þess að stvtta svolítið biðstundir sjómannskonunnar, en þar munu þær oftast vera 8—10. Með þeirri ósk og von, að sem flestum sjómönnum og sjómannafjölskyldum auðnist að yfirstíga örðugleikana og vaxa með þeim, enda ég Jjessar línur. VIÐHORFIÐ TIL ÚTLANDA Frh. af bls. 147. stjórnmálaflokkanna og gersamlega ósamboðið þeirri stétt, er ætti að hafa betri aðstöðu en allur almenningur til að sjá í gegnum yzta borðið á hinu stóra nýja viðfangsefni: að marka stefnuna, á þessum tímamótum, í viðhorfi þjóðarinnar gagnvart útlandinu. Vér stöndum ekki bezt vörð um íslenzkt þjóðerni og íslenzka menningu ineð hræðslu og harðbalahætti, tortryggni og smásálar- legum dylgjum gagnvart vinveittum þjóðum, þó að stórveldi séu. Hættur! Jú, það eru liættur samfara því að lifa, — en frjálsborin þjóð skríður fyrir það ekki í neina skel. Enda mun það mála sann- ast, að hjartanlegur frjálsmannleiki og samúð við aðra aðila, sam- fara árvekni, sé hættuminnsta aðferðin til að lifa. Oryggi Islands er — stundlega skoðað — fólgið i einlægri vináttu við þær þjóðir, sem vér eigum mest undir. Þær hafa sýnt og sannað, að ekki stendur á þeim. Þá megum vér ekki vera þau lítilmenni að þora ekki að taka vináttu þeirra. I grein Kristmanns Guðmundssonar hér að framan, er óbeinlínis sýnt, hvað það er, sem gengur að stúdentum þessum. Það er eðli- leg vanmetakennd hinnar langsmæztu fullvalda þjóðar, eftir alda- langa. einangrun og kúgun, — sem þessir aðilar eru einmitt, öðr- um fremur skyldir til að leiða þjóðina út úr, en eru sýnilega sjálfir haldnir mörgum „ólærðum" manninum fremur. Jörd 187

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.