Jörð - 01.07.1944, Síða 49
sjálf er meira og minna stundleg og' oft og tíðum dýr-
mæt vorum stundlega manni, — en mál eilífðarinnar
er fólgið í henni. Og „maðurinn lifir ekki á brauði einu
saman, lieldur og á sérhverju orði, er gengur fram af Guðs
munni.“
17. Júní síðastliðinn færðnm vér, íslendingar, æðsta
vald þjóðfélagsins að fullu og öllu inn í vort eigið land.
Vér stofnuðum langþráð lýðveldi við liina vingjarnleg-
ustu viðurkenningu þeirra ríkja, sem vér eigum allramest
undir, — við samskonar viðurkenningu flestra þeirra
þjóða, sem vér eigum eitthvað undir, og án þess að nokk-
ur andmæli kæmu fram. Hér skal ekki fjölyrt um þessa
einstöku endurheimt hins fulla þjóðfrelsis úr höndum
erlends aðila, að eins bent á, að sé Guði vfirleilt nokk-
uð að þakka, þá á bann þakkir fyrir þetta — það er al-
vara! — að ef Guð yfirleitt talar í nokkru því, er ger-
ist, þá fejst rödd IIANS í þessum atburði, sem ávarp til
vor, islenzku þjóðarinnar — og hvort mundi það ávarp
ekki mikilvægt?! Þú segir, kæri lesandi, að vér eigum
þessa stóru gjöf að ])akka baráttu góðra íslendinga, fyrri
og seinni tíma, og alþjóðlegum kringumslæðum. En
„öll góð gjöf er að ofan og kemur niður frá föður ljós-
anna“. „Mitt er að yrkja; vkkar að skilja“, gæti vel slað-
ið í Biblíunni.
Kæru landar! Hlutskipti vort er blitt. Mikil fyrirmun-
un mætti það vea, ef bið mildiríka ávarp, er í því felst
lil vor, færi alveg eða að mestu fram bjá oss. Vitum vér,
kæru Iandar, livað í slíkri fyrirmunun gæti falizt?!
ÞÚ ERT kristinn, áheyrandi minn, en vilt samt e.t.v. ekki
fallast á, að lal mitt um, að allmrðirnir feli í sér
ávarp af bálfu Föðursins lil sjálfs þín og þjóðar þinn-
ar eigi sér teljandi stoð í veruléikanum. Slíkt tal fari
kannski þokkalega i prédikunarstól, en utan kirkju sé
gildi þess lítið meira en nnll. Þú ert skvnsamur maður,
áheyrandi minn, og ef þú vilt taka svolítið á þér og
hugsa og ])á vænti ég, að þú munir fljótlega komast að
JÖRÐ 191