Jörð - 01.07.1944, Page 50

Jörð - 01.07.1944, Page 50
þeirri niðurstöðu, að unnnæli mín séu að eins óhjákvænii- leg ályktun af trú vorri á Guð. Og ef þú vilt taka eilít- ið á þér og hugsa, þá muntu ekki síður leggja eyrun við eflir Guðs orði, þegar þú lieyrir þá áhda tala, er stærst- ir hafa verið meðal lærisveina Jesú Krisls. Eða hvort finnst yður, áheyrendur góðir, eigi eftirfarandi ummæli Páls poslula í 1. kap. Rómverjabréfsins heimfæranleg upp' á hámenningarþjóðir nútímans, þótt vér að vísu vonum innilega, að eldraun, sú, sem þær eru nú stadd- ar í, verði þeim hreinsunareldur, en ekki helvítis. Postul- anum farast þannig orð: „.... Hið ósýnilega eðli Guðs, hæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heims, með því að það verður skilið af verkun- um. Mennirnir eru því án afsöknuar, þar sem þeir lmfa ekki, þó að þeir þekktu Gufí, vegsamafí hann eins og Gufí og þakkafí honum, heldur gerzt hégómlegir í hugsunum sínum. Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar.“ Enn spyr ég, landar góðir: Höfum vér íslendingar sýnt nokkurn verulegan lit á því, að þakka Guði hina góðu líðan og afkomu (svo að ekki sé lagst dýpra í spurn- ingunni) ? Hefur horið á því í félagslifi voru eða í hlöð- unum, að nafn Guðs væri vegsamað, — þó aldrei væri nema óbeinlínis? Hefur fólkifí, mefí ríkisstjórn og afíra leiðandi menn í fararbroddi, fgllt kirkjurnar — fyrst og fremst kirkjukrýli liöfuðstaðarins — til að tjá Drottni vegsemd og þakka honum, hiðja um upplýsingu, styrk, náð, handleiðslu, hlessun á liinum einstöku örlagatímum? Hverjum skyldi ekki verða það fyrir, að þakka Guði, ef hann sjálfur eða harn hans eða annar ástvinur slyppi á undursamlegan liátt undan snjóflóði eða öðru stór- slysi? Þakkarefnið er hér alveg sambærilegt, þó að hlífðin komi ekki fram á jafnskyndílegan hátt, en þá aftur á móti í miklu stærri stíl. Ivg er ekki óhræddur um, að oss fari unnvörpum likt og hinum níu í dæmisögunni: oss verði ekki fvrir að „gefa Guði dýrðina". 192 JÖIU>

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.