Jörð - 01.07.1944, Side 51

Jörð - 01.07.1944, Side 51
EFUR ÞÉR, kœri áheyrandi, ekki dottið sjálfum í ■LJ hug, að hinn eilífi Faðir sé að ávarpa þjóð þina og in.a.s. þig pei'sónulega, í hinni miklu hlífð og vel- gengni, sem þú ásamt þjóð þinni i heild hefur, jrfiideitl skoðað, átt að fagna í þessum alþjóðlega eldsvoða? Flvað hefur þá hinn algóði Faðir verið að tala við þig? Ekkert sérstakt, mér vitanlega, seg'ir þú e.t.v. Þú hafir enga trú á því, að Guð sé að skipla sér af þér persónu- lega, öreind einni í þeim óendanleikans heimi, sem stjörnuvísindi nútímans eru að veita liina ótrúlegustu útsýn yfir. En eru þá ummæli postulans í hinum fræga lofsöng í 13. kap. I. Korinþubréfsins um, að vér séuin „r/erþekkt af kærleikanum“, er þrátt fyrir allt sé innsta og voldugasta afl tilverunnar, orðagjálfur eitt? Er það þá blekking, er Jesús segir sjálfur, að öll þín liöfuðhár séu talin? Eða er hinn nákvæmi, allsstaðar nálægi Faðir hara — mállaus?! Eða kannski það sé eftir allt saman að eins misskilningur smiðsins frá Nazaret og þeirra, er tekið lmfa trú lians, að Guð sé — Faðir?! Kannski enginn Guð sé til?! T3 ÓMVERJAR hinir fornu voru á þeim tíma, er Páll skrifaði liið svonefnda Rómverjabréf, hættir að trúa i nokkurri alvöru á guð. Fjöldinn allur á vorum dögum virðist hafa svipað viðhorf — a.m.k. gagnvart Föður þeim, er Jesús Kristur kenndi. Eða dettur yður e. t. v. í hug, að það sé trú i .nafni Jesú Krists, sem stendur á bak við yfir- gangs- og sérdrægniskrafta þá, er öðru fremur hafa stjórn- að veröldinni — m.a.s. i voru litla, hlutlausa jijóðfé- lagi? Ég er þess fullviss með sjálfum mér, að í yður er ekki nokkur skuggi af efa um, að væru hjörtu þeirra þjóða, er fram að þessu eða til skamms tíma, hafa ver- ið taldar kristnar, gagntekin af þeirri trú, er fyllti lijarta Jesú og postulanna og fyllt hefur hjörtu milljóna læri- sveina þeirra fram á þenna dag, þá væri ekki nú sú hörmung og eyðilegging ríkjandi i heiminum, sú trvllta sérhagsmunastreita í voru eigin þjóðfélagi, sem raun Jönn 193

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.