Jörð - 01.07.1944, Qupperneq 53
/ %
E(í þykist þess fullviss, kæru áhéyrendur, að þér trúið
flestir á Guð og jafnvel það, að Jesús Kristur sé æðsta
opinberun lians. En —-— ef hann hefur raunverulega opin-
herast í Jesú Kristi, —- ef það er satt, að liann sé Faðir —
vor, — en að vér eigum að læra að þekkja sjálf oss sem
börn lians -— og erfingja alls, sem IJiminn og Jörð liafa
að hjóða, og eilífs lífs--hvaða sannleikur fær þá jafn-
ast á við þann sannleik, — hvað er þá lífsnauðsyn, ef ekki
það að — umgangast þann sannleika á þann liátt, er mik-
ilvægi hans og helgi hljóta að krefjast?
Höfum vér „vegsamað Guð eins og Guð“ -— eins og Guð
hlýtur að vegsamast, ef trúin á liann á ekki að verða
sambærileg við skemmdan og eilraðan mat? Matur er
góður. Matur er nauðsynlegur. En skemmdur matur er —
andstyggilegt eitur.
Kæru áheyrendur! Yður þykja e.t.v. spurningar mínar
lielzti vefengingakenndar og staglsamar, — — en skilst
yður ekki, að sé Guð raunverulega opinheraður í Jesú
Kristi, - þá á hann svo miklar þakkir af oss, — það er
svo mikið, — það má ekki gleymast, — það er sú ótæm-
andi auðlegð í því fólgin, það verður að lærast og not-
asl — —: vér, menn, „erfingjar — allra hluta“! Það felur
í sér afnám alls ófriðar; — það felur í sér holdtekju hinna
óljósu en áleitnu dagdrauma nútímaþjóðanna um undur-
samlega jarðneska framtíð. En þó að vér litum ekki al-
veg svo langt í jarðnesku lilliti, þá þýðir það svo mikið
i voru persónulega lifi, eins og það liggur einfalt og heint
fvrir,----ef — vér liefðum aðeins ekki — gleymt — að
þakka — Guði, eins og Ijer. En kannski þú, kæri áheyr-
andi, hafir lieldur alls ekki gleymt því?! Ekki les ég hjörtun
og sízt manna, er ég verð ekki var, þó að þeir lieyri til mín.
Kæri áhevrandi! Ég les ekki hjörtun, —- en Drottinn —-
opinberast — í hjörtum þeirra, — er elska hann (sbr. I. d.
Jóh. 14,21.). Elskar þú Drotlin? — Það gætir þú e.t.v.
bezt markað af þvi, hvort það er svo að segja sívakandi
löngun í þér að — hlusta á hann í djúpi hjarta þíns og —
lofa hann — -— af því, að augu þín liafi opnast fyrir því,
195
JÖRD
13*