Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 7
Hrestafélagsritið.
SAMVIZKUHETJAN.
Útvarps-erindi
í tilefni af hálfrar fimtu aldar afmæli
Marteins Lúthers.
Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
I.
1 fyrradag var hálfrar fimtu aldar afmæli Marteins Lút-
hers og í því tilefni hefir útvarpsráðið mælst til þess, að
ég flytti hér í kveld erindi um Lúther.
Öllum má nú liggja í augum uppi, að á ekki lengri
tíma en mér er ætlaður, verður ekki til neinnar hlítar
gerð grein fyrir æfistarfi Lúthers og þýðingu þess, svo
risavaxið sem það er frá hvaða hlið sem það er athugað.
Og hér verður heldur ekki neinn tími til að rekja stór-
inerkan æfiferil Lúthers, enda verður að mega gera ráð
fyrir, að hann sé i höfuðdráttum sínum kunnur öllum
þorranum þeirra, sem orð mín heyra. Það sem ég vildi
dvelja við i þessu erindi, varðar að réttu lagi aðeins einn
af eðlisháttum Lúthers og þá þann, sem öllu öðru fremur
gerði hann að siðbótarmanni, — gerði hann að þeim af-
hurðamanni andans og athafnanna sem hann var, — ekki
aðeins liinum mesta, sem Þjóðverjar hafa átt, heldur yfir-
leitt hinum mesta, sem birzt hefir á sjónarsviði veraldar-
sögunnar um næstliðnar fimm aldir að minsta kosti.
Um kenningar Lúthers geta að sjálfsögðu verið skiftar
skoðanir og hafa verið fram á þennan dag. Og um ein-
stök atriði i lífi hans og starfi má deila og hefir verið
deilt af lærðum mönnum alt til þessa dags. En allir
1