Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 8
2
Jón HeÍgason:
Prestaíélagsritið.
sem eitthvað þekkja til æfistarfs Lúthers og áhrifanna
frá því, verða þó að viðurkenna, að þar hafi verið óvið-
jafnanlegt mikilmenni sem hann var, „hið mesta tröll-
menni sökum afls og vaxtar“ andlega talað. Jafnvel ka-
lólskir menn nú á tímum hika ekki við að telja Lúther
til afhurðamanna veraldarsögunnar. Og hvaða skoðanir
sem menn annars hafa á áhrifunum af starfi lians, þá
verður ekki lijá því komist að viðurkenna, að þau hafi
verið geysimikil og stórfeld. Þau liafa beinlínis valdið
aldahvörfum og það svo hókstaflega, að með Lúther
hefst nýtt tímabil í vei'aldarsögunni. Allir þeir, sem ein-
liver kensl bera á mannkynssöguna, vita, að sá höfuð-
þáttur liennar, sem nefnist „nýja sagan“ er af öllum
sagnariturum látinn hyrja á frásögunni um þá lireyf-
ingu, sem Lúther hratt af stað — siðbótarhreyfingunni.
Því er þá ekki lieldur að neita, að áhrifin af starfi lians
eru svo yfirgripsmikil, að þeirra verður vart á öllum
sviðum mannlífsins. Margur maðurinn lítur svo á, að
þessi áhrif séu í eðli sínu aðallega kirkjuleg. En sá þekkir
áreiðanleg'a lítið lil áhrifa siðaskiftanna, sem ekki veit
hetur. Hið sanna er, að áhrifin af starfi Lúthers ná
langar leiðir út fgrir vébönd kirkjunnar. Þau svið
mannlífsins eru torfundin, þar sem þeirra verði ekki
vart að meira eða minna leyti.
En í hverju er þá risamenska Lúthers fólgin og livað
er það, sem öðru fremur liefir gert hann að því mikil-
menni sem liann var?
f heilagri ritningu er einatt talað um „guðs-menn“ og
er með því átt við menn, sem álitnir voru öðrum frem-
ur kjörnir til að framkvæma guðlegar ráðsályktanir
meðal mannanna. í þeirri merkingu er talað um spá-
menn fsraels. Þeirra hlutverk var fyrst og fremst að boða
hinni útvöldu þjóð vilja Guðs og að því leyti skoðuðu
þeir sig sem verkfæri Guðs og senda af Guði. Slíkur mað-
ur var einnig Lúther. Hann var og vildi i öllu vera verk-
færi fyrir Guðs vilja til viðréttingar kirkju Guðs með