Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 9
Þrestafélagsritið.
Samvizkuhetjan.
3
þjóð sinni. Hann var sér fyllilega meðvitandi guðlegrar
köllunar sinnar til þessa starfs. Hann var því lika rétt-
borinn til þessa spámannlega kenningarnafns „guðs-
maður“. Og það var hann því fremur sem engum hefir
á siðari öldum tekist betur að sameina þetta tvent: að vera
guðs-barn hið innra og guðs-hetja hið ytra. En með því
er spámannlegu eðli Lúthers réttast lýst.
En þegar ég nú held því fram, að Lúther hafi verið
réttborinn til kenningarnafnsins „guðs-maður“, þá vil ég
ekki með því sagt hafa, að Lúther hafi sem maður ver-
ið fullkominn og algjör, og engir gallar honum við-
loðandi sem manni. Enginn hefði orðið fyrri til að mót-
mæla slíku en Lúther sjálfur, jafnnæmar tilfinningar og
hann hafði fyrir breyskleika sínum og synd. En „guðs-
menn“ Gamla-testamentisins voru það ekki heldur.
>,Guðs-maður“ i bibliulegri merkingu er sá, sem í öllu lífi
sínu keppist eftir að ná fullkomnunar-takmarkinu, af
því að hann veit sig kallaðan af Guði til dýrlegs frelsis
guðsbarna. Með þetta í huga segir „guðs-maðurinn“ Páll
postuli: „Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því eða sé
þegar fullkominn, en ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta
liöndlað það, með því að ég er liöndlaður af Kristi Jesú“.
Enginn hefði fremur en Lúther verið fús til að gera
þessi orð að sínum. En þessu hefir andstæðing'um Lút-
hers á öllum tímum hætt til að gleyma, og þá ekki sízt
katólskum andstæðingum hans bæði fyr og síðar. Eitt
megineinkenni ádeilunnar af þeirra hálfu á hendur Lút-
ber hefir verið það, hversu þeir liafa gert sér leik að
því, að leita uppi alt það frá löngum baráttuferli Lút-
hers, sem honum mætti til foráttu finna. Grátbroslegri
baráttu-aðferð er ekki til og ekkert sýnir öllu skýrar hve
t'akasnauðir þessir menn eru. Þeir hafa hnoðað saman
heilum bókum um „syndir“ Lúthers í þeirri von, að
ttmð þessu atferli mætti takast að gera hann sem and-
styggdegastan í augum lítilsigldra trúbræðra sinna, en
leið sem tortryggilegastan i augum fylgjenda hans
1*