Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 10
4
Jón Helgason:
Prestafélagsritlö-
og þeirra, sem viðurkenna Lúther „kirkjuföður“ evan-
geliskrar kristni. Þessir og aðrir andstæðingar Lúthers
fyr og síðar gleyma því, að vér fylgjendur hans og unn-
endur höfum aldrei viljað gera eða reynt að gera úr
„guðs-manninum“ Lúther heilagan og flekklausan
mann — eða dýrling á katólska visu. Vér könnumst fús-
leg'a við, að Lúther hafi haft sína galla og ófullkom-
leika, er sumpart orsökuðust af því, að liann var ófull-
kominn og syndugur maður, en sumpart af því að hann
var barn þeirra tíma, sem liann lifði á. En vér mælum
ekki manngildi hans eftir misferlunum, sem við hann
loða, heldur eftir mannkostunum, sem andstæðingar
hans þykjast elcki sjá eða vilja ekki kannast við. Sá
sem dæma vill um fjallið og lirikafegurð þess, hann
nemur ekki staðar við rætur fjallsins, þar sem skrið-
urnar og' gjóturnar eru mest áberandi, heldur skoðar
hann fjallið úr nægilegri fjarlægð, þar sem það blasii'
við honum í heild sinni. Ágætismaðurinn skozki Carlyle,
einn þeirra manna sem hezt hafa skilið Lúther, heíir
komist svo að orði um hann: „Lúther er risavaxinn, þó
ekki eins og slétthöggvinn pýramidi, heldur eins og
tindur i Alpafjöllum“. Til þess að kynnast Lúther, liinu
risavaxna mikilmenni, megum vér ekki starblína á það,
sem jarðbundnast er i fari hans og framkomu, lieldur
ber oss að virða hann fyrir oss, þar sem hann af andans
hæðum talar til vor fyltur spámanns-guðmóði, gagn-
tekinn af meðvitundinni um að vera verkfæri Guðs til að
hoða mönnunum vilja hans. Þegar vér þannig sjáum
manninn allan blasa við oss, þá hverfur liið smáa og jarð-
hundna, en hið stórfenglega og liugþekka í fari hans
blasir við oss í alli sinni dýrð. Og oss getur ekki dulist,
að hér er maður, sem telja má rétthorinn til kenningar-
nafnsins „guðs-maður“.
f liverju var þá risamenska Lúthers fólgin og hvað
var það sem öðru fremur gerði hann að sannkölluðum
„guðs-manni“?