Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 11
Prestafélagsritið.
Samvizkuhetjan.
Ég get ekki verið í vafa um svarið. Það sem framar
öllu öðru gerði Lúther að sannkölluðum guðs-manni, er
var hvorttveggja í senn guðs-barn og guðs-hetja, það
var það, að hann hafði þegar á ungum aldri lært, svo
að honum gleymdist það aldrei síðar, að „framar ber
að hlýða Guði en mönnum“. Lika mætti orða svarið á þá
leið, að það hafi gert Lúther að sannkölluðum guðs-
manni, að hann hafði jafnan samvizkuna að leiðarsteini
og Guðs orð að leiðarljósi.
II.
Það kom snemma í ljós í lífi Lúthers, að honum var
það fyrir mestu að hlýða rödd samvizkunnar. Vér sjá-
um þegar áþreifanleg merki þess, þá er Lúther aðeins
22 ára gamall tók það merkilega áform að snúa baki
við heiminuin og bindast klausturheiti. Þeir eru að sjálf-
sögðu til, sem eiga erfitt með að telja slíkt til afreka.
Ég ætla enda, að fæstir geri sér í hugarlund, að einnig til
þess getur þurft hetjulund, og í ótal tilfellum má gera
ráð fyrir, að hörð barátta hafi verið undanfari slíks
áforms. Að minsta kosti er það engum efa bundið, að
það kostaði Lúther mikla baráttu við sjálfan sig, að
taka þá kynlegu ákvörðun að gerast munkur. Og það
gerði honum þá baráttu hvað þyngsta, að hann stóð þar
alveg einn. Lúther var í aðra röndina glaðværðarmað-
ur, sem undi sér vel í glöðum lióp vina sinna og náms-
bræðra. Hann hafði þá einmitt með miklum heiðri lokið
nieistara-prófi við Erfurt-háskóla og var ekki ókunn-
ugt um, að margir spáðu honum bjartri framtið, annað
oins gáfnaljós og hann var í augum kennara sinna og
námsbræðra. Honum hefir í aðra röndina og í þeim
sporum, sem hann stóð þá, mátt virðast lífið blasa við
sér bjart og fagurt, eins og það venjulega blasir við
Þeim, sem líkt er ástatt fyrir, á því skeiði æfinnar. Fæst-
ir munu i þeim kringumstæðum telja það eðlilegt eða
eftirsóknarvert, að loka fyrir sjálfum sér lífinu með