Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 12
6
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
unaðsemdum þess, til þess að eyða æfi sinni þaðan í
frá innan fjögra veggja klausturklefans, við föstur og
bænahald. Tilhugsunin til alls þessa hefir vafalaust
kostað Lútlier meiri baráttu en vér nú getum gert oss
rétta hugmynd um. Án efa hefði það létt honum þá bar-
áttu, ef vinir hans hefðu stutt hann með því að hvetja
hann til þess að víkja ekki frá þessu áformi, heldur gjöra
alvöru úr því. En Lúther stóð aleinn með áform sitt.
Hann átti engan vin, sem hann gat ráðfært sig við um
það. Lúther liefir þekt vini sína og námsbræður of vel
til þess, að hann færi að ráðfæra sig við þá. Hann hefir
hlotið að vita, að þeir mundu telja það ærið kynlegt
uppátæki af honum, að fara að gefa sig í klaustur,
og þykja það í meira lagi kátbroslegt tilhugunar, ef
það ælti fyrir þeim að liggja, að sjá hinn ágæta félaga
og efnilega námsmann ganga með beiningapokann á hak-
inu um göturnar í Erfurt!
En um fram alt hefir það gert honurn baráttuna
þunga, að hann vissi, að með fáu, ef nokkru, gæti hann
gert foreldrum sínum meiri skapraun en því að afneita
heiminum og gerast munkur. Þvi að bæði var það, að
komið var hið mesta óorð á klausturlifnað alls yfir,
þegar hér er komið sögunni, og í annan stað vissi hann
að gamli Hans Lúther var alt annað en vinveittur klaust-
urlifnaði, enda liafði hann hugsað sér framtíð þessa
efnilega sonar síns alt aðra en þá, að loka sig inni í
klausturklefa. Nei, gamli Lúther hafði hugsað sér göf-
ugri og virðulegri framtíð sonar síns. Hann hafði hugs-
að sér, að sonur hans mundi að afloknu meislaraprófi
sínu hverfa að laganámi (enda hafði og sonurinn sjálfur
upphaflega ætlað sér það), til þess síðar að verða mikils-
metinn ráðherra eða dómari eða borgmeistari. Þegar
Marteinn því tjáði föður sínum þetta áfomi sitt, þá
fyltist liann sárri gremju og hrj'gð. Honum voru þetta
sárustu vonbrigði. Gamli Hans Lúther leit svo á, að
hér hlyti sjálfur djöfullinn að hafa verið að verki og