Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 13
Prestafélagsritið.
Samvizkuhetjan.
7
vilt sjónir fyrir syninum, svo að hann jafnvel hefði
gleymt skyldunni, sem fjórða boðorðið leggur kristnum
manni á herðar.
Alt þetta vissi Lútlier fyrir og því hlaut barátta hans
að verða eins þung og hún varð. En því betur sem hann
hugsaði málið, þess betur sannfærðist liann um að Guð
hefði vakið upp þetta áform í sálu sinni, til þess með því
að létta af honum þeirri órósemi hjartans, sem þjáði
hann einmitt um þessar mundir. En þá var það líka sjálf-
sögð skylda hans að framkvæma það áform, og láta
ekkert aftra sér frá því. Má vel vera, að þetta hafi verið
misskilningur hjá Lúther — það kemur ekki svo mjög
málinu við í þessu samhandi. — Aðalatriðið var, að
Lúther áleit sér skylt í þessu að fvlgja samvizku sinni
og sannfæringu með hið postullega orð að leiðarljósi,
að „framar beri að hlýða Guði en mönnum“. —
III.
En eins og meðvitundin um, að það væri Guðs vilji, að
hann gengi í klaustur, hafði ráðið mestu um, að hann
leiddi það áform sitl í framkvæmd, eins var það sann-
faeringin um að „franiar bæri að hlýða Guði en mönn-
um“, sem 12 árum síðar knýr hann íil að færast i fang
það stórvirki æfi sinnar, sem venjulega skýtur fyrst upp
í huga vorum, er vér minnumst æfistarfs Lúthers. Á ég
þar við það, sem gerðist í Wittenberg 31. okt. 1517, þar
scm Lúther hefst handa gegn misfellum þeim, er hann
sá viðgangast innan kristninnar, að fyrirgefning synd-
anna var gerð að verzlunarvöru, er seld var með miklu
auglýsingaskrumi hverjum, sem gat borgað, og það
nieira að segja án þess að nokkuð væri spurt um iðrun
af hálfu þess, sem keypti. Að Lúther valdi einmitt þetta
kveld til þess að festa upp greinar sínar, orsakaðist af
því, að næsti dagur — allra heilagra messa — var mikill
helgidagur, einn af þeim dögum er flestir sóttu kirkju,
auk þess sem dagurinn var afmælisdagur Hallarkirkj-