Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 14
8
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
unnar sjálfrar. Annars var þetta sú aðferð, sem notuð
var við háskólana, þegar um eitthvert ágreiningsefni
var að ræða. Einhver háskólakennari gaf sig fram,
samdi stuttorðar og ákveðnar greinar um deiluefnið,
sem þar var nákvæmlega sundurliðað, og skoraði á
þann, er hlut átti að máli, að koma fram á ákveðnum
degi og stund, til að halda uppi vörn fyrir málstað
sínum. Nú var það auglýst, að einn af langfremstu kenn-
urum háskólans, dr. Marteinn Lúther, ætlaði sér að
verja ádeilugreinar þessar gegn öllum þeim, er kynnu
að gefa sig fram til að hrekja þær. Greinarnar voru á
latínu, en Lúther hafði jafnframt þýtt þær á þýzku, og
er hann sá, hve mikla eftirtekt þær vöktu, lét hann
prenta þær. Prentararnir höfðu ekki við að prenta, svo
mikil var eftirspurnin; því að fregnin hafði þegar borist
um land alt og allir vildu sjá og lesa það, er hinn djarf-
huga Wittenbergs-prófessor hefði að segja. Það var lík-
ast því, að kveikt hefði verið í hefilspónahrúgu. Einmitt
hin mikla eftirtekt, sem þetta vakti, sýnir, að hér hafði
verið gripið á kýli, sem þurfti að koma við. Allur al-
menningur vissi það og skildi, að með þessari synda-
kvittanasölu var verið að fremja óliæfu, þótt menn brysti
djörfung til að hefjast handa g'egn henni. Það var held-
ur ekki furða, þótt menn færu sér hægt með mótmæli
gegn henni. Það var sem sé á allra vitorði, að jafnvold-
ugur maður og erkibiskupinn af Mainz stóð hér á bak
við. Hann hafði tekið aflátssöluna á leigu hjá páfa,
sumpart til þess að bjarga sér úr voðalegri skuldasúpu
við Fúggana, sem voru helztu bankamenn þeirra tíma,
en sumpart til að komast yfir svo mikið fé, að hann gæti
keypt sér kardínála-hatt i páfagarði!
Fyrsta greinin af þessum 95 ádeilugreinum Lúthers
tekur þegar af skarið og allar hinar eru rökrétt af-
leiðing þess, sem þar segir: „Þegar drottinn vor og
meistari Jesús Kristur segir: Gjörið iðrun, þá ætlast
hann til, að gjörvalt líf trúaðra manna hér á jörðu sé