Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 15
Prestaíélagsritið.
Samvizkuhetjan.
9
Stöðug yfirbót“. — „Hjálpræðið felst í persónuleika
mannsins sjálfs, en ekki í neinni útvortis stofnun. Kirkj-
an hefir engan rétt til að selja fyrirgefningu og á engan
fjársjóð manndygða yfir að ráða, sem hún geti miðlað af.
Allir menn eru náðarþurfar og kirkjan sjálf þarf á iðr-
un og yfirbót að halda.“ „Sérhver kristinn, sem í fullri
einlægni sér að sér, öðlast um leið fullkomna fyrirgefn-
ingu og lausn frá sekt og sársauka án nokkurs synda-
kvittunarbréfs.“ „Páfinn hefir hvorki vilja né vald til
að veita uppgjöf annara saka en þeirra, sem orðið hafa
fyrir brot gegn skyldukvöðum, sem hann með fullvelli
sínn hefir lagt á.“
En alt það sem Lúther segir í greinum sínum, er
þó, þegar vel er að gáð, ekki annað en frekari útfærsla
postulegs orðs, er þegar í klausturklefanum í Erfurt
hafði náð tökum á sálu hans og flutt hjarta hans frið:
»Hinn réttláti mun lifa fyrir trú“ (Róm. 1,17). Þessi orð
voru sá klettur, sem Lúther hafði fótað sig á er hann
hófst handa gegn aflátssölunni.
Eins og ég tók fram, þá er það sízt svo að slcilja, að
enginn hafi orðið til þess að hneykslast á aflátssölunni
eins og hún var rekin, nema Lúther einn. Fjöldi góðra
og guðhræddra katólskra manna, sem af alhug elslcuðu
kirkju sina og málefni hennar, höfðu ekki getað annað
en hneykslast á öðru eins athæfi. En þá brast djörfung
til að hefjast handa gegn því, svo mikið sem altaf var
i húfi, er menn dirfðust að rísa öndverðir gegn kirkju-
legum ráðstöfunum, enda þótt sannanlega riðu í bága
við orð heilagrar ritningar. Þessir óánægjumenn höfðu
látið sér nægja að tauta þessu athæfi í kyrþey og inn-
an fjögurra veggja, aðrir haft það í skympingi og talað
háðulega i sinn hóp um þá menn, sem að þvi stóðu. Og
þó sjálfur Mainzar-erkibiskup ætti í hlut, þá má gera
ráð fyrir, að jafnvel ýmsir af biskupunum hafi hrist há-
^eruverðug höfuð sín yfir þessari kaupverzlun, sem hér
var rekin með fullu samþykki sjálfs Rómaborgarbisk-