Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 17
Prestafélagsritið.
Samvizkuhetjan.
11
styðja hann. En ekkert af þessu gat aftrað því, að hann
hlýddi rödd samvizkunnar svo óbifanlega sannfærður
sem hann var um, að framar bæri að hlýða Guði en
mönnum. Sem að líkum lætur þá hvorki vissi Lúther
fyrir né gat vitað, hvað af þessu liltæki hans mundi
leiða. En víst má telja það, að aldrei hefir hin þýzka
þjóð staðið jafnátakanlega á öndinni yfir nokkurum
verknaði nokkurs einstaks manns eins og yfir þessum
verknaði Lúthers kveldið fyrir allra heilagra messu.
Allir fundu og hlutu að finna það, að hér var maður að
verki, sem ekki fór í felur með sannfæringu sína eða
setti fyrir sig afleiðingarnar, sem það kynni að hafa í
för með sér fyrir liann sjálfan persónulega, maður, sem
sýndi í verkinu, að hann hafði valið sér að leiðarljósi
hið postullega orð: „Framar ber að hlýða Guði en
mönnum“.
IV.
Þess varð þó heldur ekki langt að bíða, að til baráttu
leiddi. Og sá sýnileikur, sem leikinn var hin næstu ár eftir
viðburðinn kveldið fyrir allra heilagra-messu 1517 og stóð
allur í sambandi við verknað Lúthers það kveld, er ein-
hver hinn einkennilegasti og um leið átakanlegasti, sem
veraldarsaga seinni alda þekkir: Einn einstaklingur í bar-
áttu við hálfa veröldina vegna samvizku sinnar! Keisari
og páfi, tignir og máttarvöld hamast þar gegn magnlitl-
Uni einstakling, sem hefir það eitt til saka unnið að hafa
árætt að hera sannleikanum vitni! Og svo lenda þeir þó í
stakasta ráðaleysi með hann. Þeir sjá enga leið til að
þagga niður í honum eða fá hann til að ganga í sig eða
taka aftur það, er hann hefir talað! Maður hefði þó mátt
aetla, að hér væri sigurinn fljótunninn. En það reyndist
a annan veg. Svo fátækur sem Lúther var á veraldar vísu,
svo máttvana sem hann mátti virðast í samanburði við
þau máttarvöld, sem hann átti í höggi við, og svo aleinn
sem hann stóð gagnvart máttugum margnum, þá átti