Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 18
12
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
hann þó í eigu sinni kjörgrip dýran: kjörgrip góðrar
samvizku. Ekkert var fjær geði Lúthers en að láta svifta
sig þeim kjörgrip. Og því nærgöngulli sem andstæðing-
arnir urðu, þess meir óx honum ásmegin bæði til varnar
og sóknar. Menn gátu ekki annað en undrast aðdáanlega
rökfimi og ásmóð hins fölleita og veikbygða lærdóms-
manns. Og áður en menn vissu af, mátti heita, að öll hin
þýzka þjóð væri á bandi Lúthers. Var annað mögulegt?
Átti ekki þjóðin þýzkasta Þjóðverjann þar sem Lúther
var — maðurinn, sem ekki hræddist neitt meira en það
að brjóta á móti samvizku sinni og sannfæringu? Um það
þarf sízt að efast.
Þegar í ársbyrjun 1518 hafði prédikarareglan opinber-
lega hótað Lúther brennu og báli, ef hann ekki þegar í
stað kallaði aftur, og Friðrik kjörfursta höfðu þeir hót-
að allsherjarbanni, ef hann héldi áfram hlifiskyldi yfir
honum. Kæra yfir Lúther fyrir trúarvillu hafði verið
send til Rómaborgar. „Villumannaböðullinn“ Jóhann
Hogstraten í Mainz skoraði á páfa að hefjast handa
bæði með eldi og sverði gegn Lúther sem uppreisnar-
manni gegn heilagri kirkju og að lýsa banni yfir hverj-
um þeim, er dirfðist að veita vernd eða stuðning þessum
óhlýðna munk. Hirðguðfræðingur páfans, Silvester
Mazzolini Prierias, tók sér fyrir hendur að rita á móti
Lúther, en svo klaufalega tókst það, að Lúther sá mál-
stað sínum hag í, að rit þetta næði sem mestri útbreiðslu
og lét því endurprenta það á Þýzkalandi. En jafnfranit
sendi Lúther ærið hvassorðan ritling eftir sjálfan sig.
þar sem hann hrakti staðhæfingar hins páfalega hirð-
guðfræðings, svo að ekki stóð þar steinn yfir steini, og
fór enda svo langt, að hann (í fyrsta sinni!) gefur opin'
berlega í skyn, að páfa og kirkjufundum geti skjátlast-
Hingað til hafði Leo X páfi sjálfur, sem var maður létt-
úðugur og sællífur og algjörlega áhugalaus um kirkju-
og trúmál, látið „munkaþrasið þýzka“ alveg afskiftalaust.
En nú þóttist hann sjá, að afskiftaleysið tjóaði ekki