Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 19
PrestafélagsritiO.
Samvizkuhetjan.
13
lengur. Hann stefnir Lúther að mæta fyrir rétti i Róma-
borg til þess að mál hans verði rannsakað og dómur á
það lagður. í stefnunni var talað um Lúther svo sem
alræmdan villumann vegna ókvæðisorða um hinn
heilaga föður og um liinn heilaga stól. En Friðrik kjör-
fursti fékk þessu hreytt, svo það var látið gott heita að
Lúther sækti ríkisþingið í Ágsborg (i okt 1518) og það
tæki mál hans til meðferðar.
Á ríkisþinginu var mættur fyrir hönd páfastólsins
nýdubbaður kardínáli, Cajetanus (Tliomas de Vio frá
Gaéta) forstjóri prédikarareglunnar, mikilhæfur maður,
guðhræddur og virðingarverður. Áttust þeir alllengi við
Lúther og Cajetanus, en það var aðallega yfirheyrsla
af hendi sendiherrans, sem þar fór fram. Og Lúther lét
ekki á svari standa. En þegar Cajetanus heimtaði af-
dráttarlaust afturköllun af Lúthers hálfu, þá þverneit-
aði Lúther að verða við slíkum tilmælum. Var sérstak-
lega tvent sem Cajetanus hneykslaðist á hjá Lúther, sem
sé annarsvegar það, að Lúther neitaði, að til væri nokk-
Ur „góðverkasjóður“ (helgra manna), sem páfinn gæti
miðlað úr „þurfandi“ mönnum fyrir ákveðið gjald, og
að Lútlier taldi sakramentin áhrifalaus með öllu án
trúar viðtakanda. Gaf Cajetanus jafnvel í skyn, að
vHdi Lúther taka þetta tvent aftur, skyldi alt annað vera
látið liggja í þagnargildi. En þvi svaraði Lúther á þessa
leið: „Mér skilst, að það séu peningarnir, en ekki kenn-
Higin, sem þeir láta sér annast um í Róm“. Lútlier skild-
lst, að gerði hann karlínálanum það til geðs, að kalla
aftur skoðanir sínar á þessum tveimur kenningaratrið-
Um, til þess með því að kaupa sér frið, þá fórnaði hann
Ula leið þeim meginsannindum, sem lionum voru fyrir
Jliestu og alt umbótastarf hans stæði og félli með, að
^^ðurinn réttlætist af trúnni og henni einni saman.
Þegar Cajetanus sá, að hann liafði farið erindisleysu
norður til Ágsborgar að þvi er snerti það að vinna Lúther
°g koma friði á þar nyðra, reyndi hann að fá kjörfurst-