Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 25
f*restafélagsritið,
Samvizkuhetjan.
19
um samferða alla leið, leizt nú ekki á blikuna og spurði:
„Herra doktor, þorið þér að halda áfram eftir þetta?“
En Lúther vildi halda áfram. Sjálfur kjörfurstinn liafði
varað hann við þessu ferðalagi. Lúther tók þeirri að-
vörun vingjarnlega, — en hélt áfram. Tveir þaulreyndir
og harðsnúnir stríðsmenn og miklir dáendur hans, sem
annars létu sér ekki alt fyrir brjósti brenna (Ulrich von
Hutten og Frants von Sickingen), sendu honum einnig
aðvörunarbréf. Þeim fanst áhættan svo mikil. Lúther
las bréf þeiira, — en hélt áfram. Lúther varð sjúkur á
leiðinni og lionum flaug enda í liug hvort Guð sjálfur
ætlaði nú að aftra þessu ferðalagi hans, með því að
senda honum þungbæran sjúkdóm, en Lúther hrestist von
hráðar aftur og — hélt áfram. Ýmsir af vinum hans
(m. a. Spalatin) reyndu einnig að telja honum liug-
hvarf; þeir háu herrar í Worms mundu sjá um, að hann
kæmist ekki þaðan lifandi aftur fremur en Jóhann
Húss forðum daga í Konstanz. En Lúther svaraði þeim:
>,Ætti ég að fara að gera Satan þá gleði? Nei, heldur vil
eg ergja hann og storka honum með því að halda
óhræddur áfram. Þótt fleiri væru djöflar í Worms en
þaksteinar á húsum þar, færi ég samt“. Á hinn bóginn
hafði Lúther — og það með réttu — grun um, að pre-
iátunum í Worms væri lítið um það gefið, að hann kæmi
þangað í griðum hins unga keisara, sem þeir álitu að
iéki hugur á að vinna hylli Þjóðverja. Því á Lúther að
hafa sagt um prelátana í Worms: „Mig uggir, að þeir
séu hræddari við mig, en ég við þá“.
Turnverðir borgarinnar blésu í básúnur sínar jafn-
skjótt og þeir sáu til ferða Lúthers þ. 16. apríl. Merkur
Hthöfundur hefir sagt: „Þýðingarmeiri básúnuhljómur
en þessi lieyrðist naumast nokkru sinni í Þýzkalandi,
enda er þess ekki að dyljast, að með framkomu sinni i
'Áorms hefir Lúther skift sögu Þjóðverja í tvo helm-
lnga: Annar þeirra tilheyrir hinni rómversku kirkju,
hinn tilheyrir hinu þýzka samvizkufrelsi“. I Worms er
2’