Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 26
2Ö
j on Helgason: Prestaíélagsritift.
uppi fótur og fit, er Lúther hélt innför sína þar. Allir
vildu sjá þennan óvenjulega mann, sem ekkert kuimi að
hræðast, en var boðinn og búinn til að verja málstað
sinn frammi fyrir allri veröldinni. Þegar inn kom í
þingsalinn ljómaði þar alt af viðhafnarskrauti. f hásæt-
inu situr sjálfur hinn ungi keisari og út frá honum á
báðar hendur vopnaðir hermenn, þjóðhöfðingjar i við-
hafnarbúningi og kirkjuhöfðingar i pelli og purpura.
En frammi fyrir öllu þessu glæsilega stórmenni, sem
Lúther hafði aldrei fyrri séð jafnglæsilegt, stóð hann
einn klæddur munkakufli sinum, fölur i andliti og svo
grannur og tekinn af áhyggjum og látlausu erfiði, að við
sjálft lá að telja mætti i honum beinin. Mörgum hefði
mátt verða orðfall frammi fyrir jafntiginni samkomu!
En Lúther varð ekki orðfall er hann 18. apríl varði mál
sitt fyrir þessari glæsilegu samkundu. Hann vissi í
hvers erindum hann var þangað kominn. Hann tók til
máls. Röddin var hrein og skær og látbragð alt stillilegt
og einarðlegt. Hann flytur þar tveggja stunda ræðu,
fyrst á þýzku en síðan á latínu, vegna keisarans, sem
ekki skildi þýzku. Og Lúther lýkur máli sínu með hinni
heimsfrægu yfirlýsingu sinni: „Verði ég ekki sannfærð-
ur með vitnisburði heilagrar ritningar og með skýrum og
ljósum rökum — þvi að ég trúi hvorki páfa né kirkju-
fundum — þá er ég bundinn af ritningunni, sem ég hefi
vitnað til, og samvizka mín reyrð af Guðs orði. Ég má
ekki og vil ekki afturkalla neitt, með því að það er
hvorki ráðlegt né ráðvandlegt að breyta á móti sam-
vizku sinni“. Eftir dálitla þögn bætti hann við á þýzku:
„Hér stend ég - ég get ekki annað. Guð hjálpi mér. Amen“-
Þar sem vér sjáum Lúther á ríkisþinginu i Worms
frammi fyrir mesta stórmenni veraldarinnar, þar sjáum
vér hann á hátindi frægðar hans. Við það tækifæri lærð-
ist mörgum það, er hann ekki vissi áður, hvers virði sa
maður er, sem til fullnustu hefir lært að hlýða Guði
fremur en mönnum. Hinn 18. apríl 1521 verður fæðing-