Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 27
PrestafélagsritiS.
Sam vizkuhet.jan.
21
ardagur fullkomins samvizkufrelsis með Þjóðverjum.
Frá þessari stundu stafa þær óumræðilegu mætur, sem
hin þýzka þjóð — og með henni allur hinn evangeliski
heimur-hefir haft á Lúther fram á þennan dag. Hin þýzka
þjóð hefir aldrei átt neina þjóðhetju, er jafnast fái við
Martein Lúther, livað þá tekið honum fram. Ekki Kant,
konungur heimspekinganna, ekki Goethe skáldjöfurinn,
ekki Bismark, risinn með járnviljann, heldur Lúther,
samvizkuhetjan, er og verður átrúnaðargoð og eftirlæti
hinnar þýzku þjóðar jafnlengi og þýzk tunga verður töluð.
VI.
Ég er þá kominn að niðurlagi þessa erindis míns, þar
sem ég hefi viljað vekja athygli á þeim af eðlisháttum
Lúthers, sem kemur mér fyrir sjónir sem hinn mikil-
vægasti fyrir alt starflíf hans. Ég hefi hér viljað lýsa
samvizkuhetjunni Marteini Lúther. Hin evangeliska
kristni, sem kennir sig við Lúther sem kirkjuföður sinn,
hefir aldrei kent neinnar tilhneigingar til að setja hann
1 helgra manna tölu á katólska vísu, enda gerist slíks ekki
Þörf, þar sem í hlut á annar eins risi og hann. Undir
shka menn þarf ekki að hlaða. Þar gerist engrar gyll-
lngar þörf. Lúther er sá klettur í hafi aldanna, sem ávalt
Segir til sín og hlýtur að vekja á sér eftirtekt. Lúther
er risamenni. „Ekki eins og slétt höggvinn pýramídi,
heldur eins og tindur i Alpafjöllunum“, — ótilhöggv-
lnn, stórgerður og hrikalegur. En einmitt sem samvizku-
betjan risavaxna á Lúther erindi til allra tíma og þá
einnig og ekki sízt til vorra tíma, og það hið brýnasta
enindi. Eitt af raunalegum einkennum vorra tima er
Vlrðingarleysið fyrir sjálfstaklingnum. Hann er látinn
hrukna í stefnum, flokkum og félögum. Einstaklings-
vhjinn er látinn þoka fyrir eiginhagsmuna-tilliti stefn-
nnnar, flokksins eða félagsins. Enstaklings-sannfæring-
111 og einstaklings-samvizkan eru einskis metnar, ef ekki
^einlínis illa séðar. Einatt er farið með þetta hvorttveggja