Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 28
22
J. H.: Samvizkuhetjan.
Prestafélagsrilið-
eins og verzlunarvöru og þaö í nafni frelsisins, þótt hér
sé um ófrelsi að ræða á hæsta stigi! Margir eru farnir að
finna til þess, hvílikur þrældómur þetta er og hvílík nið-
urlæging þetta er fyrir anda mannsins. En þeir fá ekki
rönd við reist. Hér vantar einhvern Lútlier til að ganga
á undan og vísa oss leið. En eina leiðin til þess að losna
undan fargi stefnu-, flokks- og félagsviljans, eina hald-
kvæma leiðin er að hafa samvizkuna að leiðarsteini■
Sála mannsins nær aldrei þeirri tign, sem hún er ákvörð-
uð til, nema vér lútum í öllu rödd vorrar eigin samvizku
sem algildri mælisnúru fyrir breytni vora. Þá fyrst er
manntign vorri borgið og hið sanna frelsi fengið. Því að
manntign einstaldingsins er ekki komin undir háfleygi
anda vors eða auðlegð sálar vorrar, heldur einvörðungu
undir því, að vér varðveitum samvizku vora óflekkaða
af heiminum, óflekkaða fyrir Guði og mönnum. í hópi
slíkra manna fæðast guðs-hetjur. Á hyggindamönnum,
vel upplýstum og veraldarvönum mönnum, er enginn
hörgull. En oss vanhagar tilfinnanlega um sterka menn,
menn með hetjulund, sem, eins og Lúther, þora að bjóða
hyrgin höfðingjum og máttarvöldum þessarar aldar og
afvegaleiddu almenningsáliti, í meðvitund þess að vera
Guðs og sannleikans megin.
Að vera sann-lúterskur er ekki sama sem að játast öllum
skoðunum Lúthers — enda munu þeir varla vera til
lengur, er það geta. Að vera sann-lúterskur, það er að
hlýða samvizku sinni jafnákveðið og undandráttarlaust
og Lúther gjörði, hver svo sem staða vor er í lífinu.
Hver sem það gerir, hann hefir anda Lúthers. Hann
hefir meginskilyrði þess að verða guðs-hetja, því að
hann hefir þá einnig í öllu lífi sínu og allri breytni sinni
hið postullega orð að leiðarljósi: „Framar ber að hlýða
Guði en mönnum“.