Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 29
Prestafélagsritið.
VERÐUR TILVERA GUÐS SÖNNUÐ?
Útvarpserindi.
Eftir Magnús Jónsson.
Fyrirsögn sú, sem erindi þessu hefir verið valin, læt-
ur nokkuð mikið yfir sér. Það kynni einhverjum að
renna í hug, að ég þættist nú ætla í þessu stutta útvarps-
erindi, að skera úr því vandamáli, sem mennirnir hafa
um aldirnar verið að velta fyrir sér. Ég vil þvi byrja á
því, að segja það afdráttarlaust, að það er langur veg-
ur frá því, að nokkuð í þá átt vaki fyrir mér. Tilgang-
urinn með þessu erindi er sá einn, að reyna að skýra
ykkur stuttlega frá því, sem menn hafa verið að hugsa
og rita um þetta mikla háspekilega vandamál.
Ég vil líka, til þess að eyða öllum misskilningi, taka
það fram, að þessar svokölluðu „sannanir fyrir tilveru
Guðs“, sem hér verður rætt um, eru ekki neitt aðalatriði
í mínum huga. Ég get alveg tekið undir ummæli skozka
heimspekingsins Taylors, þegar hann segir, að ekkert
háleitt og göfugt í tilverunni sé hafið yfir allan efa,
þannig, að það verði stærðfræðilega sannað. Og þetta,
segir hann, á ekki aðeins við um trúarbrögð og annað,
sem þeim er hliðstætt, heldur engu síður um vísindin
sjálf. Hann segir: Engin stór og víðtæk vísindakenning
hefir nokkru sinni náð sigri af þeirri ástæðu, að hún
hafi verið sönnuð. Því að engin slík kenning hefir getað
svarað öllum spurningum, eða rutt úr vegi öllum vanda-
málum. Þetta á t. d. við um þróunarkenninguna, þyngd-
arlögmál Newtons og nú síðast afstæðiskenning Ein-