Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 30
24
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritiö.
steins. — En í ríkustum mæli hlýtur þetta að eiga við
um annað eins grundvallaratriði alls eins og sjálfa
tilveru Guðs. Þar skapast sannfæringin af öðru en slík-
um sönnunum, og mun ég koma að þvi síðar í þessu
erindi.
En hvað sem þessu líður, þá er það jafnvist, að ekki
er hægt að banna mannshuganum að starfa að slikum
vandamálum. Það væri æði undarlegt, ef hinn síspyrj-
andi sannleiksþrá mannanna hvarflaði ekki að þessu
atriði eins og öðrum. Það er eitthvert fegursta aðals-
merki mannsins, að hann reynir jafnan að brjótast út
fyrir sín eigin takmörk, reynir að mæla tíma og rúm,
kafa undirdjúp og lyfta sér i upphæðir. Þó að hann sé
lítill þá er hann frjálsborinn og lætur ekkert ægja sér
eða ógna, hvorki ómælisgeiminn né instu hugarfylgsni.
Afstaða mannanna til guðshugmyndarinnar hefir ver-
ið æði mismunandi. Sú hefir verið tíðin, að guðshug-
myndin var hvers manns eign. Þá gat sálmaskáldið sagt:
Heimskinginn segir í hjarta sínu:
Enginn Guð!
En svo hafa aftur runnið upp þau timabil, þegar menn
hafa snúið þessu við og kallað þá heimskingja, sem
kannast vilja við tilveru Guðs. Og enn hefir verið til og
er til þriðja afstaðan til guðshugmyndarinnar, og hún
er sú, að segjast ekkert geta um þetta vitað. Nú á tím-
um ganga þessar þrjár skoðanir hlið við hlið. Og reynsl-
an sýnir, að frá almennu sjónarmiði er ekki hægt að
kalla neinn mann heimskingja, hverja þessara skoðana,
sem hann aðhyllist. Og því finst mér ómaksins vert,
að gera upp á milli þessara skoðana. Ég veit vel, að
það er annað, sem úrslitum ræður og úrslitum á að ráða
um afstöðu mannsins til guðshugmyndarinnar. En ein-
hverjum mætti þó verða stuðningur að þvi að vita, að
hugsunin ein leiðir manninn miklu fremur að guðs-
hugmyndinni en frá henni, og að það er því ekki annað